- Auglýsing -
- Auglýsing -

Monthly Archives: July, 2024

Molakaffi: Jacobsen, Barrufet, Dujshebaev, Svíar töpuðu

Nikolaj Jacobsen þjálfari danska karlalandsliðsins lætur ekki annir vegna undirbúnings danska karlalandsliðsins í handknattleik fyrir Ólympíuleikana tefja sig frá því að stýra 16 ára liði GOG frá Fjóni á Partille Cup-mótinu í Svíþjóð. Jacobsen þjálfar liðið í sjálfboðavinnu og...

Áttunda sætið kom í hlut Íslands á Opna EM

U18 ára landslið kvenna í handknattleik varð í áttunda sæti á Opna Evrópumótinu sem staðið hefur yfir síðan á mánudaginn í Gautaborg. Íslenska liðið tapaði fyrir norska landsliðinu, 25:21, í viðureign um 7. sæti sem lauk í hádeginu. Um...

Jóel færir sig yfir í Garðabæ

Línumaðurinn Jóel Bernburg hefur ákveðið að söðla um og ganga til liðs við Stjörnuna. Jóel hefur undanfarin ár leikið með Val og m.a. verið hluti af sigursælu liði félagsins en var talsvert frá keppni á síðustu leiktíð vegna meiðsla.Jóel...

Tvær af íslensku bergi brotnar í U18 ára liði Noregs á HM

Tvær stúlkur sem eru af íslensku bergi brotnar verða í 18 ára landsliði Noregs sem tekur þátt í heimsmeistaramóti 18 ára landsliða sem fram fer í Kína frá 14. til 25. ágúst. Annars vegar er það Ella Bríet Gunnarsdótttir...

Molakaffi: Marguč, Cikusa, vaknað upp við vondan draum, Slovan Ljubljana

Slóvenar misstu mikilvægan leikmann úr Ólympíuhópi sínum í handknattleik karla í fyrradag þegar hægri hornamaðurinn Gašper Marguč meiddist. Ljóst er að hann verður ekki með landsliðinu á Ólympíuleikunum sem hefjast undir mánaðarlok.Ungur og efnilegur handknattleiksmaður, Petar Cikusa, sem vakið...

Reistad skoraði átta mörk í stórsigri norska landsliðsins á Frökkum

Þórir Hergeirsson fagnaði sigri með norska landsliðinu sínu gegn því franska þegar Evrópumeistararnir og heimsmeistararnir í handknattleik kvenna mættust í fyrri vináttuleiknum í Pau í suðvesturhluta Frakklands í kvöld, 34:22.Noregur var fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleiks, 15:11....

Cindric kemur í kjölfar þjálfarans

Króatíski landsliðamaðurinn Luka Cindric eltir þjálfarann Xavi Pascual frá Dinamo Búkarest til ungverska meistaraliðsins Veszprém og verður m.a. samherji Bjarka Más Elíssonar. Veszprém staðfesti komu hins þrítuga Cindric til félagsins í dag. Orðrómur kveiknaði strax við brottför Pascual frá...

Wolff er orðinn leikmaður THW Kiel

Þýska stórliðið THW Kiel staðfesti eftir hádegið að gengið hafi verið frá kaupum á þýska landsliðsmarkverðinum Andreas Wolff frá pólska liðinu Industria Kielce. Endalausar fregnir hafa verið í þýskum fjölmiðlum síðustu mánuði um endurkomu markvarðarins í þýska handknattleikinn. Lengi...

Ísland leikur um 7. sætið í Gautaborg

U16 ára landslið Íslands í handknattleik kvenna leikur við Noreg um 7. sæti á Opna Evrópumótinu sem stendur yfir í Gautaborg. Íslenska liðið tapaði í morgun fyrir sænska landsliðinu með fimm marka mun, 30:25, í krossspili um sæti fimm...

Molakaffi: Úlfhildur, Allan, Þórir

Úlfhildur Tinna Lárusdóttir hefur ákveðið að taka fram handknattleiksskóna á nýjan leik eftir fjarveru vegna meiðsla og vera með Aftureldingu í Grill 66-deildinni á næstu leiktíð. Hún er uppalin í Aftureldingu og spilaði með yngri landsliðum Íslands á sínum...
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Hafsteinn Óli verður með Grænhöfðaeyjum á HM – kallaður inn vegna meiðsla

Skyndilega breyting varð á hjá handknattleiksmanninum Haf­steini Óla Ramos Roca, landsliðsmanni Grænhöfðaeyja og leikmanni Gróttu. Eftir því sem Logi...
- Auglýsing -