- Auglýsing -
- Auglýsing -

Monthly Archives: August, 2024

Arndís Áslaug og Elísabet Ása skrifa undir

Handknattleiksdeild Gróttu hefur gert tveggja ára samninga við Arndísi Áslaugu Grímsdóttur og Elísabetu Ásu Einarsdóttur. Báðar eru þær fæddar árið 2007 og eru leikmenn 3. flokks kvenna.Arndís tók þátt í 11 leikjum með meistaraflokki í fyrra og Elísabet Ása...

Dagskráin: Meistarakeppni HSÍ í Kaplakrika

Íslandsmeistarar FH og bikarmeistarar Vals mætast í Meistarakeppni HSÍ í handknattleik karla í Kaplakrika í kvöld. Viðureignin hefst klukkan 19.30.Leikurinn verður sendur út í sjónnvarpi Símans. Einnig verður textalýsing á handbolti.is.

Molakaffi: Sveinn, Benedikt Gunnar, Sigvaldi Björn, Elías Már

Sveinn Jóhannsson skoraði sjö mörk þegar Noregsmeistarar Kolstad unnu smáliðið Rapp, 53:17, í fyrstu umferð bikarkeppninnar í gær á heimavelli Rapp, Husebyhallen, sem er í næsta nágrenni við Kolstad Arena í Þrándheimi. Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði tvö mörk úr vítaköstum....

Selfoss og ÍBV unnu stórsigra í fyrstu umferð

Olísdeildarliðin ÍBV og Selfoss unnu andstæðinga sína, Víking og FH, örugglega í fyrstu umferð Ragnarsmótsins í handknattleik kvenna í Sethöllinni á Selfossi í kvöld. Selfoss, sem endurheimti sæti sitt í Olísdeildinni í vor eftir yfirburðasigur í Grill 66-deildinni, var...

Vissi vel að það væri áskorun falin í þessu starfi

https://www.youtube.com/watch?v=bBNWP_Pn5g8Halldór Jóhann Sigfússon flutti heim í sumar eftir tveggja ára veru við þjálfun í dönsku úrvalsdeildinni og tók við þjálfun HK sem leikur annað tímabilið í röð í Olísdeild karla þegar keppni hefst í næstu viku. Halldór Jóhann segir...

Hópveikindi hjá Veszprém – hætt við æfingar og keppni

Ungverska meistaraliðið Veszprém, sem landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson leikur með, hefur aflýst þátttöku á æfingamóti um næstu helgi vegna veikinda meðal flestra leikmanna liðsins. Hver á fætur öðrum veiktust leikmenn og starfsmenn liðsins á æfingamóti í Halle í Þýskalandi...

Valur án eins síns mikilvægasta leikmanns fyrstu vikurnar

Magnús Óli Magnússon leikur ekki með Evrópubikarmeisturum Vals á fyrstu vikum keppnistímabilsins. Hann gekkst undir aðgerð í sumar vegna brotins þumalfingurs á hægri hönd. Aðgerðin gekk vel en vegna þess á hversu viðkvæmum stað brotið var fyrir handknattleiksmenn verður...

Áfram er haldið að semja við yngri leikmenn á Selfossi

Guðmundur Steindórsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Umf. Selfoss um tvö ár.„Guðmundur er vinstri skytta og öflugur varnarjaxl sem var hluti af stórskemmtilegu U-lið Selfyssinga í vetur.  Á lokahófi 3. flokks og akademíunnar var hann valinn varnarmaður ársins...

Gunnar reiknar ekki með nafna sínum í vetur

Handknattleiksmaðurinn Gunnar Kristinn Malmquist Þórsson leikur ekki með Aftureldingu á komandi leiktíð. Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingaliðsins staðfesti þessi tíðindi við handbolta.is í gær. Rætt hefur verið um það manna á milli síðan í vor að Gunnar hefði í hyggju...

Ragnarsmót kvenna hefst í kvöld – fjögur lið taka þátt

Í kvöld verður flautað til leiks á Ragnarsmótinu í handknattleik kvenna í Sethöllinni á Selfossi. Fjögur lið reyna með sér næstu daga, FH, ÍBV, Selfoss og Víkingur.Fyrri leikurinn á þessum fyrsta leikdegi Ragnarsmóts kvenna verður á milli ÍBV og...
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Þorsteinn Leó íþróttakarl Aftureldingar annað árið í röð

Stórskyttan Þorsteinn Leó Gunnarsson var í kvöld valinn íþróttakarl Aftureldingar 2024. Þetta er annað árið í röð sem Þorsteinn...
- Auglýsing -