Monthly Archives: December, 2024

Guðmundur Bragi í sigurliði – jafntefli hjá Donna

Guðmundur Bragi Ástþórsson og liðsfélagar í Bjerringbro/Silkeborg unnu Skjern á útivelli, 33:29, í 17. og síðustu umferð ársins í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Þeir ljúka þar með árinu í fjórða sæti deildarinnar með 21 stig eftir 17...

Leita eftir frammistöðu frá fyrsta degi burt séð frá hver andstæðingurinn er

„HM-hópurinn kemur saman 2. janúar til fyrstu æfingar. Ég á eftir að skoða það betur hvort og hvað þá við gerum á milli jóla og nýárs,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla um fyrstu skrefin í undirbúningi...

Unglingalandsliðsmenn skrifa undir þriggja ára samninga við Aftureldingu

Handknattleiksmennirnir efnilegu, Harri Halldórsson og Stefán Magni Hjartarson, hafa skrifað undir nýja þriggja ára samninga við Aftureldingu. Báðir hafa verið í veigamiklum hlutverkum hjá Aftureldingu í vetur þrátt fyrir að vera að stíga sín fyrstu skref með meistaraflokki.Fyrir utan...

Heimaleik Magdeburg frestað eftir árásina á jólamarkaðinn

Heimaleik þýska meistaraliðsins SC Magdeburg gegn Eisenach sem fram átti að fara í þýsku 1. deildinni í handknattleik á morgun hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna hræðilegrar árásar sem átti sér stað í borginni í gær. Óður maður...

Zorman velur hópinn sem mætir Íslandi – tveir reynslumenn fjarverandi

Uros Zorman, landsliðsþjálfari Slóvena, hefur valið hóp 20 leikmanna fyrir átökin á heimsmeistaramótinu í handknattleik í næsta mánuði. Slóvenar, sem höfnuðu í 4. sæti í handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum, verða í riðli með íslenska landsliðinu, Grænhöfðaeyjum og Kúbu. Viðureign...

Molakaffi: Arnór, Grétar, Einar, Guðmundur

Arnór Viðarsson, sem var lánaður í gær frá Fredericia HK í Danmörku til Bergischer HC í Þýskalandi, er orðinn löglegur með síðarnefnda liðinu og getur þess vegna verið í leikmannahópnum á morgun þegar liðið mætir Eintracht Hagen í 2....

Jóhanna og liðsfélagar fara vel af stað hjá nýjum þjálfara

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir og liðsfélagar í Kristianstad HK fara vel af stað eftir EM-hléið í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik undir stjórn nýs þjálfara. Þær unnu í kvöld Ystads IF HF, 29:27, á útivelli í áttunda leik liðsins á leiktíðinni.Jóhanna...

Kastaði hljóðnema í burtu – komu tvisvar í veg fyrir að leikhlé væri hljóðritað

Einstök uppákoma var leikhléi í viðureign MT Melsungen og Flensburg í þýsku bikarkeppninni í handknattleik í gærkvöld. Meðan starfandi þjálfari Flensburg, Anders Eggert, lagði línurnar fyrir leikmenn þreif leikmaður Flensburg og danska landsliðsins, Mads Mensah Larsen, í hljóðnema sem...

Rangur maður fékk rautt spjald

Rautt spjald sem Stjörnumaðurinn ungi, Ísak Logi Einarsson, fékk í viðureign Stjörnunnar og Vals í Olísdeild karla 14. desember, var afturkallað. Dómarar leiksins sáu það eftir á að Ísak Logi gerðist ekki brotlegur, eins og þeir héldu. Annar leikmaður...

Arnór fer á lán til nafna síns í Þýskalandi

Eyjamaðurinn Arnór Viðarsson leikur með þýska handknattleiksliðinu Bergischer HC út keppnistímabilið. Danska liðið Fredericia HK greindi frá þessu rétt fyrir hádegið. Arnór hefur verið samningsbundinn danska félaginu frá því í sumar. Hann hefur hinsvegar ekki átt upp á pallborðið...
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Sótti tónleika til að heiðra minningu látins vinar

Króatíski handknattleiksmarkvörðurinn Filip Ivic, sem rekinn var frá serbneska handknattleiksliðinu RK Vojvodina fyrr í vikunni eftir að hafa sótt...
- Auglýsing -