Björgvin Páll Gústavsson, markvörður, skoraði sitt 25. mark fyrir landsliðið í gær og um leið 11. mark sitt á heimsmeistaramóti þegar hann kom íslenska landsliðnu yfir, 32:13, á 47. mínútu leiksins við Kúbu. Vafalaust er Björgvin Páll einn allra...
Sveinn Jóhannsson varði í gær þriðji HM-nýliðinn á þessu móti til að bætast í hóp þeirra sem skoraði hafa mark fyrir íslenska landsliðið á heimsmeistaramóti. Sveinn skoraði sitt fyrsta HM-mark á 46. mínútu leiksins við Kúbu í gær. Hann...
Sérsveitin, stuðningsmannasveit íslensku landsliðanna í handknattleik, kom til Zagreb í gær skömmu fyrir viðureign Íslands og Kúbu í riðlakeppni heimsmeistaramótsins. Sveitin sló ekki slöku við frekar en fyrri daginn á leiknum í gær og keyrði upp stemninguna í fremur...
Sandra Erlingsdóttir skoraði fjögur mörk og gaf þrjár stoðsendingar þegar lið hennar, TuS Metzingen vann Buxtehuder SV, 38:35, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Metzingen situr í sjöunda sæti deildarinnar með 13 stig eftir 13...
Aron Pálmarsson skoraði í kvöld sitt 100. mark fyrir landsliðið á heimsmeistaramóti og komst þar með í fámennan hóp handknattleiksmanna sem rofið hafa þann múr. Fyrir viðureignina við Kúbu hafði Aron skoraði 97 mörk. Aron bætti þremur við áður...
„Við gerðum þetta almennilega og þá er eiginlega ekkert meira að segja,“ sagði Janus Daði Smárason einn íslensku landsliðsmannanna í samtali við handbolta.is í Zagreb Arena í kvöld eftir stórsigur á landsliði Kúbu, 40:19, í annarri umferð riðlakeppni heimsmeistaramótsins.
„Við...
„Tilfinningin er góð að hafa fengið að taka þátt í leiknum frá upphafi til enda,“ segir Elliði Snær Viðarsson í samtali við handbolta.is eftir sigurinn á Kúbu á heimsmeistaramótinu í handknattleik í kvöld. Þátttaka Elliða Snæs í fyrsta leiknum...
„Ég er mjög ánægður með sigurinn og hversu fagmannlega við gerðum þetta. Beisik skyldusigur,“ sagði Aron Pálmarsson fyrirliði íslenska landsliðsins eftir 21 marks sigur á Kúbu í annarri umferð riðlakeppni heimsmeistarmótsins í handknattleik karla í Zagreb Arena í kvöld.
Aron...
Íslenska landsliðið vann 21 marks sigur á Kúbu í annarri umferð G-riðils heimsmeistaramótsins í handknattleik karla í Zagreb Arena í kvöld, 40:19, eftir að hafa verið 12 mörkum yfir í hálfleik, 21:9. Landsliðið hélt fullum dampi allan leikinn og...
Valur er kominn í átta liða úrslit Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik eftir sigur á spænska liðinu Málaga Costa del Sol í síðari viðureign liðanna í N1-höllinni á Hlíðarenda í kvöld, 31:26. Jafntefli var í fyrri viðureign liðanna á Spáni...