Ragnar Jósef Jónsson, bakarameistari í Hafnarfirði, lést 9. janúar 2025, er einn af litríkustu handknattleiksmönnum Íslands og margfaldur Íslandsmeistari með hinu sigursæla liði FH á árunum 1956 til 1966.
Ragnar fæddist í Hafnarfirði 4. janúar 1937 og var nýorðinn...
„Ég fékk þetta verkefni inni á leikvellinum og því fylgir mikið stolt,“ segir Elliði Snær Viðarsson sem var fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik í vináttuleikjunum við Svía á dögunum og fær það hlutverk áfram í fyrstu leikjum íslenska landsliðsins...
Íslenska landsliðið fær ekki æfingatíma í keppnishöllinni, Zagreb Arena, fyrr en á fimmtudagsmorgun, að morgni fyrsta leikdags. Útilokað var að komast í tíma í keppnishöllinni á morgun miðvikudag, daginn fyrir leik. Yfirleitt hafa landslið fengið æfingatíma í keppnishöllinni daginn...
„Ég stóð nánast út á miðri flugbraut í Kaupmannahöfn á leiðinni heim til Þrándheims þegar Snorri hringdi óvænt og sagði mér að ég yrði að koma yfir til Kristianstad. Ég fór heim, pakkaði niður og lagði af stað aftur...
Skyndilega breyting varð á hjá handknattleiksmanninum Hafsteini Óla Ramos Roca, landsliðsmanni Grænhöfðaeyja og leikmanni Gróttu. Eftir því sem Logi Geirsson fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik segir á X í gærkvöld þá verður Hafsteinn Óli með landsliði Grænhöfðaeyja á HM.
Fyrir...
Björgvin Páll Gústavsson markvörður íslenska landsliðsins í handknattleik er að hefja þátttöku á sínu 17. stórmóti með A-landsliðinu. Hann hefur verið með á öllum stórmótum landsliðsins frá og með Ólympíuleikunum 2008 þegar silfrið góða vannst.
46 af 47 leikjum
Alls...
Berta Rut Harðardóttir og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoruðu eitt mark hvor þegar lið þeirra Kristianstad HK vann IF Hallby HK, 32:25, á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Berta og Jóhanna gáfu eina stoðsendingu hvor.
Með sigrinum færðist...
Hannes Jón Jónsson hefur framlengt samning sinn við austurríska handknattleiksliðið Alpla Hard. Frá þessu segir í tilkynningu félagsins í dag. Ekki kemur fram til hvers langs tíma til viðbótar nýi samningur Hannesar Jóns er.
Hannes Jón tók við þjálfun Alpla...
Íslenska landsliðið í handknattleik karla kom til Zagreb í dag eftir ferðalag frá Kaupamannahöfn. Leikmenn þjálfarar og starfsmenn voru komnir á hótel í miðborg Zagreb á öðrum tímanum í dag. Þegar hópurinn hafði snætt málsverð og komið sér fyrir...
Stjórn norska meistaraliðsins Vipers Kristiansand hefur ákveðið að leggja félagið niður og sækja um gjaldþrotaskipti. Keppnisleyfi félagsins hefur verið afturkallað. Svipuð yfirlýsing var gefin úr í haust en síðan afturkölluð nokkrum dögum síðar. Nú mun vera um endanlega ákvörðun...