- Auglýsing -
- Auglýsing -

Monthly Archives: March, 2025

Sigur í fyrsta leik umspilsins hjá Arnari Birki

Arnar Birkir Hálfdánsson og samherjar í Amo HK unnu fyrsta umspilsleikinn við Vinslövs HK um sæti í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld, 37:34. Framlengja varð leikinn til þess að knýja fram hreinar línur vegna þess að staðan var jöfn, 32:32,...

Aldís Ásta skoraði sigurmarkið

Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði sigurmark Skara HF í fyrstu viðureign liðsins við Kristianstad HK í átta liða úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Tíu sekúndum fyrir leikslok skoraði Akureyringurinn 30. mark Skara og innsiglaði eins marks sigur, 30:29, í hnífjöfnum...

ÍBV og Valur komust í undanúrslit fyrir tveimur áratugum

Íslandsmeistarar Vals í handknattleik kvenna eiga fyrir höndum á sunnudaginn síðari leikinn við Slóvakíumeistara MSK IUVENTA Michalovce í undanúrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik. Takist Val að snúa viðureigninni sér í hag og vinna með þriggja marka mun brýtur liðið blað...

Marklínumyndavélar settar upp fyrir næstu leiktíð

Marklínutækni, þ.e. myndavélar inni í mörkum sem geta skorið úr um hvort boltinn fer yfir marklínuna eða ekki, verður tekin upp í öllu leikjum í efstu deild karla í þýska handboltanum á næstu leiktíð. Fram til þessa hafa verið...

Þýsku meistararnir og efsta liðið í Danmörku standa vel að vígi

Fyrri leikir fyrstu umferðar útsláttarkeppni Meistaradeildar kvenna í handknattleik fóru fram í gær og á laugardaginn. Síðari umferðin fer fram um næstu helgi. Sigurliðin úr rimmunum fjórum taka sæti í átta liða úrslitum ásamt ungversku liðunum Györi og FTC,...

Spænska liðið fer með þriggja marka forskot til Cheb

Spænska liðið Conservas Orbe Zendal Bm Porrino vann Hazena Kynzvart frá Tékklandi, 31:28, í Porrino á Spáni í gær í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik. Eins og fram kom í gær tapaði Valur fyrir MSK...

Molakaffi: Ýmir, Viktor, Andri, Rúnar, Arnór, Tjörvi, Elmar, Arnór, Elías

Ýmir Örn Gíslason skoraði þrjú mörk þegar Göppingen tapaði fyrir HSG Wetzlar, 30:26, á útivelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Göppingen var marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 11:10. Göppingen situr í 14. sæti af 18...

Lágkúra nýkjörins formanns

Sigurræða nýkjörins formanns KKÍ á dögunum er án efa sú lágkúrulegasta sem formaður sérsambands hér á landi hefur flutt allsgáður. Í stað þess að gleðjast yfir sigrinum eftir góða kosningu, þakka fyrir stuðninginn, horfa til framtíðar og blása fólki...

Tíu íslensk mörk í Kristjánssandi

Áfram eltir Íslendingaliðið Kolstad liðsmenn Elverum sem skugginn í toppbaráttu norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik karla. Kolstad vann Kristiansand TH, 33:28, í Kristjánssandi í kvöld og er stigi á eftir Elverum þegar tvær umferðir eru eftir. Íslenskir handknattleiksmenn skoruðu tíu...

Andrea og samherjar í góðri stöðu eftir sigur í San Sebastián

Andrea Jacobsen og liðsfélagar í þýska liðinu Blomberg-Lippe standa vel að vígi eftir sigur á Spánarmeisturum Super Amara Bera Bera, 28:25, í fyrri viðureign liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildar kvenna í handknattleik í dag. Leikurinn fór fram í...
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Viktor Gísli hefur samið við Evrópumeistarana

Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmarkvörður í handknattleik hefur samið við Evrópumeistara Barcelona til ársins 2027. Félagið tilkynnti um komu Viktors...
- Auglýsing -