Med Khalil Chaouachi línumaður frá Túnis hefur skrifað undir þriggja ára samning við handknattleiksdeild FH. Í tilkynningu frá handknattleiksdeild segir að Chaouachi sé stór og kraftmikill línumaður.Chaouachi hefur undanfarin ár leikið í Túnis, Ungverjalandi og nú síðast með KH...
Dregið verður í riðla lokakeppni heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik í Hertogenbosch (Den Bosch) í Hollandi klukkan 16 í dag. Nafn Íslands verður á meðal 32 þjóða sem dregið verður úr skálunum fjórum. Heimsmeistaramótið fer fram í Hollandi og Þýskalandi...
Viktor Gísli Hallgrímsson leikur til úrslita um pólska meistaratitilinn með Wisla Plock gegn Kielce áður en hann kveður félagið og gengur til liðs við Barcelona í sumar. Wisla Plock vann Górnika Zabrze, 35:20, í síðari viðureign liðanna í undanúrslitum...
Hér fyrir neðan er leikjadagskrá úrslitakeppni Olísdeildar karla í handknattleik 2025. Dagskráin verður uppfærð eftir því sem úrslitakeppninni vindur fram með úrslitum leikja, leikdögum og leiktímum.
Leikir úrslitakeppninnar verða sendir út á Handboltapassanum og valdar viðureignir í opinni dagskrá í...
Annar landsliðsmarkvörður Færeyinga, Aleksandar Lacok, hefur samið við TSV St.Otmar Handball St.Gallen í Sviss. Lacok lék með Lugi frá Lundi í Svíþjóð á nýliðnu keppnistímabili. Lacok myndar ásamt Pauli Jacobsen markvarðateymi færeyska landsliðsins sem hefur unnið sér inn...
Guðmunudur Bragi Ástþórsson skoraði fimm mörk, tvö þeirra úr vítaköstum, þegar lið hans Bjerringbro/Silkeborg gerði jafntefli við TTH Holstebro sem Arnór Atlason þjálfar, 29:29, í sjöttu og síðustu umferð riðlakeppni átta liða úrslita dönsku úrvalsdeildarinnar í gærkvöld.
Ljóst er að...
Gummersbach sótti tvö góð stig til Mannheim í kvöld þegar liðið lagði Rhein-Neckar Löwen, 34:32, í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Mjög öflugur leikkafli í síðari hálfleik lagði grunn að sigri liðsins en það náði um skeið sex marka...
Blomberg-Lippe tapaði fyrsta úrslitaleiknum gegn HB Ludwigsburg um þýska meistaratitilinn í handknattleik kvenna í kvöld, 36:29. Leikið var á heimavelli HB Ludwigsburg en liðið hefur verið það öflugasta í þýskum kvenna handknattleik um árabil. Næst mætast liðin á...
Kolstad vann í kvöld úrslitakeppnina í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik og tryggði sér um leið keppnisrétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Sú upphefð fylgir sigrinum í úrslitakeppninni. Kolstad vann Elverum öðru sinni í úrslitum, 31:28, á heimavelli eftir...
Norska handknattleikskonan Mia Kristin Syverud hefur samið við handknattleiksdeild Selfoss til næstu tveggja ára.
Syverud er 26 ára hægri skytta sem kemur frá Aker Topphåndball þar sem hún lék í norsku B-deildinni. Árin þar á undan lék hún með Aker...