Monthly Archives: June, 2025
Efst á baugi
Molakaffi: Wiederer, Boskovic, fá mótframboð, Jørgensen hættir
Michael Wiederer forseti Handknattleikssambands Evrópu, EHF, fær ekki mótframboð á þingi EHF í byrjun september. Ekkert mótframboð barst eftir því sem fram kemur í tilkynningu. Wiederer, sem er 69 ára gamall Austurríkismaður hefur verið forseti EHF frá 2016 en...
Efst á baugi
Noregur fær eitt sæti í Meistaradeildinni – Danir þrjú
Óskum forráðafólks norsku liðanna Sola HK og Tertnes Bergen um sæti í Meistaradeild kvenna á næsta keppnistímabili var hafnað svo og frá rúmenska liðinu CS Minaur Baia Mare. Aðeins eitt norskt lið verður þar með í Meistaradeildinni á komandi...
Efst á baugi
Viktor flytur frá Akureyri til Kollafjarðar
Handknattleiksþjálfarinn Viktor Lekve ætlar að söðla um og flytja til Kollafjarðar í Færeyjum. Hann hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokksliðs félagsins, KÍF. Samhliða verður hann yfirþjálfari yngri flokka félagsins.Undanfarið ár hefur Viktor þjálfað hjá KA á Akureyri m.a. þriðja flokk...
Efst á baugi
Mikilvægt að ná því besta úr þeirri stöðu sem við erum í
„Það er mikilvægt fyrir okkur að gera það besta úr þeirri stöðu sem við erum í, ná tveimur alvöru handboltaleikjum í lokin og ljúka mótinu á eins jákvæðan hátt og kostur er á,“ segir Einar Andri Einarsson annar þjálfara...
Efst á baugi
Tveimur Íslendingaliðum synjað um sæti í Meistaradeild Evrópu
Hvorki Þorsteinn Leó Gunnarsson né Óðinn Þór Ríkharðsson munu láta ljós sitt skína í leikjum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla á næsta keppnistímabili. Liðum þeirra, FC Porto og Kadetten Schaffhausen, var synjað um þátttökurétt í deildinni. Verða þau þar...
Efst á baugi
Gísli Þorgeir er í úrvalsliði Evrópu
Gísli Þorgeir Kristjánsson er í úrvalsliði Evrópu sem Handknattleikssamband Evrópu, EHF stóð fyrir vali á eftir að Evrópumótum félagsliða lauk. Gísli er eini Íslendingurinn í hópnum en einnig komu Ómar Ingi Magnússon, liðsfélagi Gísla hjá Evrópumeisturum SC Magdeburg, og...
Efst á baugi
Þriðji flokkur Gróttu lauk tímabilinu hjá Guðjóni Val
3.flokkur kvenna hjá Gróttu lauk leiktíðinni með ferð til Þýskalands. Ferðin var margslungin; æfinga-, spil- og skemmtiferð.Fyrst var farið til Gummersbach þar sem æft var í tvo daga undir handleiðslu Guðjóns Vals Sigurðssonar, sem tók höfðinglega á móti stelpunum....
Efst á baugi
Molakaffi: Petrus, Fabregas, Remili, PSG, Laube, Pekeler
Brasilíski handknattleiksmaðurinn Thiagus Petrus gengur til liðs við ungverska meistaraliðið One Veszprém í sumar eftir sjö ára veru hjá Barcelona. Hann segir í samtali ekki endilega haft í huga að fara frá félaginu en orðið hluti af samkomulagi félaganna...
Efst á baugi
Leikmenn streyma að á Jónsmessu
Jónsmessan er greinilega sá tími ársins sem handknattleiksfólk laðast að Aftureldingu í Mosfellsbæ. Þrír leikmenn hafa boðað komu sína til Aftureldingar að kveldi Jónsmessu, daginn eftir að Sólmánuður hófst.Fyrst tilkynnti Afturelding um að línukonan Arna Sól Orradóttir hafi gengið...
Efst á baugi
Afturelding hefur samið við línumann
Arna Sól Orradóttir hefur skrifað undir samning við handknattleiksdeild Aftureldingar um að leika með liðinu næstu tímabil en Afturelding er í Grill 66-deildinni. Arna er línumaður sem kemur til Aftureldingar frá Víking/Berserkjum. Hún skoraði 33 mörk í 16 leikjum...
Nýjustu fréttir
EM19-’25: Leikjadagskrá, riðlakeppni, úrslit og staðan
Evrópumót kvenna í handknattleik, skipað leikmönnum 19 ára og yngri stendur yfir í Podgorica í Svartfjallalandi frá 9. til...
- Auglýsing -