Elín Jóna Þorsteinsdóttir landsliðsmarkvörður verður ekki með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Hollandi í lok nóvember og í byrjun desember. Hún tilkynnti á Instagram í dag að hún væri ólétt og að framundan væri að hefjast nýr...
Handarbakarvinna mótanefndar HSÍ varð þess valdandi að Stjarnan2 var skráð til leiks í stað Hvíta riddarans í Grill 66-deild karla loksins þegar leikjadagskrá deildarinnar var gefin út í gær. Frá þessu segir Handkastið í dag.
Hvíti riddarinn er venslafélag Aftureldingar...
Þyri Erla Sigurðardóttir, markvörður, hefur skrifað undir tveggja ára samning við Víking. Hún kemur til félagsins frá Fjölni og á m.a. að fylla skarðið sem Signý Pála Pálsdóttir skildi eftir sig. Signý Pála gekk til liðs við Fjölni í...
Þorsteinn Gauti Hjálmarsson hefur samið við norska úrvalsdeildarliðið Sandefjord Håndball. Frá þessu segir í tilkynningu handknattleiksdeildar Fram. Gauti er þriðji leikmaður Íslandsmeistaraliðs Fram sem siglir á vit nýrra ævintýra eftir Íslands- og bikarmeistaratitilinn á síðustu leiktíð.
Hinir eru Reynir...
Eftir áratug hjá þýska liðinu Rhein-Neckar Löwen hefur sænski markvörðurinn Mikael Appelgren yfirgefið félagið og samið við ungverska meistaraliðið One Veszprém og verður þar með samherji Bjarka Más Elíssonar. Í stað Appelgren hefur Rhein-Neckar Löwen fengið danska markvörðinn Mike...
Þrátt fyrir takmarkaðar vinsældir í Evrópu er engan bilbug að finna á hinum nærri 81 árs gamla, Hassan Moustafa forseta Alþjóða handknattleikssambandsins. Hann hefur ákveðið að gefa kost á sér til endurkjörs á 40. ársþingi Alþjóða handknattleikssambandsins sem fram...
Eftir eins ár veru hjá danska úrvalsdeildarliðinu Bjerringbro/Silkeborg hefur Haukamaðurinn Guðmundur Bragi Ástþórsson gengið til liðs við annað danskt úrvalsdeildarlið, TMS Ringsted á Sjálandi. Hann verður þar með liðsfélagi Ísaks Gústafssonar sem einnig verður nýr liðsmaður. Saman voru þeir...
Danski handknattleiksmaðurinn Oscar Lykke hefur skrifað undir samning við Aftureldingu. Lykke er 19 ára danskur leikmaður sem kemur til Aftureldingar frá TMS Ringsted í dönsku úrvalsdeildinni. Lykke getur spilað sem bæði vinstri skytta og miðjumaður.
„Það er ánægjulegt að fá...
Handknattleiksliðið Phoenix Sports Club, sem varð meistari í karlaflokki á Möltu hefur auglýst í Danmörku eftir handknattleiksfólki, bæði konum og körlum, til þess að leika með liðinu. Félagið segist geta boðið góða aðstöðu, samning til eins eða tveggja ára...
Tæplega 230 þúsund kr. tap var af rekstri Snasabrúnar ehf, útgefanda handbolti.is árið 2024. Þetta er þriðja árið af fjórum sem er tap á útgáfunni. Árið 2023 var ríflega 300 þúsund kr. afgangur. Er þess vegna um talsverðan viðsnúning...