- Auglýsing -
- Auglýsing -

Monthly Archives: July, 2025

Myndir: Fyrsti dagur í Podgorica

Dagurinn var vel nýttur hjá leikmönnum og þjálfurum u19 ára landsliðs kvenna sem hefur í fyrramálið keppni á Evrópumótinu í Podgorica í Svartfjallalandi. Tekin var hressileg æfing í æfingasal en ekki í keppnishöllinni þar sem fyrsti leikurinn...

Valur þarf að feta einstigi tveggja umferða til að komast í Evrópudeildina

Evrópubikarmeistarar Vals verða að mæta til leiks strax í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildar kvenna í handknattleik í lok september. Íslandsmeistararnir eru eitt 18 liða í fyrstu umferð. Sigurliðin níu úr fyrstu umferð komast áfram í aðra umferð forkeppninnar sem...

Fram fer beint í riðlakeppnina – Stjarnan í forkeppni Evrópudeildar

Íslandsmeistarar Fram komast hjá forkeppni fyrir Evrópudeildina í handknattleik karla í haust. Fram tekur sæti í riðlakeppni 32-liða úrslita og er eitt 20 liða sem sitja yfir meðan forkeppnin stendur yfir.Stjarnan verður á hinn bóginn að taka þátt í...

Ísak segist klár í slaginn með TMS Ringsted

Selfyssingurinn Ísak Gústafsson er þess albúinn að hefja æfingar og keppni með danska úrvalsdeildarliðinu TMS Ringsted. Hann kastaði kveðju á stuðningsmenn liðsins á samfélagsmiðlum félagsins í morgun og segist bíða spenntur eftir að hitta nýja samherja og stuðningsmenn félagsins...

FH í aðra umferð í Evrópu – fyrsti leikur í október

FH verður eina íslenska karlaliðið sem tekur þátt í Evrópubikarkeppninni á næstu leiktíð. FH-ingar sitja yfir í fyrstu umferð keppninnar en mæta til leiks í aðra umferð í október, 64-liða úrslit. FH er í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður...

Selfoss með frá upphafi – Haukar byrja í annarri umferð

Selfoss tekur þátt í fyrstu umferð Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik. Bikarmeistarar Hauka, sem einnig eru skráðir til leiks, mæta til leiks í annarri umferð. Handknattleikssamband Evrópu gaf í morgun út niðurröðun í flokka Evrópubikarkeppninnar. Fyrsti leikur í lok september Selfoss, sem...

EM19: Ætlum að gera allt til þess að stríða þeim

U19 ára landsliðið í handknattleik kvenna kom til Podgorica í Svartfjallalandi síðdegis í gær eftir strangt ferðalag frá Íslandi. Á morgun hefst þátttaka í Evrópumótinu með viðureign við danska landsliðið. Eftir það tekur við leikur gegn Litáen á fimmtudag...

Öflug félög í Frakklandi leggja meiri áherslu á kvennahandknattleik

Nokkur af stærstu handknattleiksfélögunum í Frakklandi, eru nú að leggja meiri áherslu á kvennahandbolta. Félög eins og USAM Nîmes, Montpellier Handball og Chambéry Savoie Mont Blanc Handball hafa stígið stór skref til að hleypa auknum krafti í kvennaliðin og...

Nunes tekur við þjálfun Harðar

Portúgalinn Pedro Nunes hefur tekið við þjálfun karlaliðs Harðar í handknattleik en liðið leikur í Grill 66-deildinni. Nunes er ráðinn til þriggja ára en frá þessu var sagt á Facebook-síðu Harðar í gær. Nunes tekur við að Ungverjanum Endre...

Molakaffi: Vasile, Oftedal, Kopyshynskyi, Skube, Kudinov

Rúmeninn Adrian Vasile tekur við sem þjálfari rúmenska meistaraliðsins CSM Búkarest af Helle Thomsen sem hætti hjá félaginu í síðustu viku til þess að einbeita sér alfarið að þjálfun danska kvennalandsliðsins. Vasile þekkir vel til hjá félaginu því hann...
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

ÍBV á toppinn eftir stórsigur á ÍR

ÍBV tyllti sér í efsta sæti Olísdeildar í kvöld með stórsigri á ÍR, 36:24, í upphafsleik 11. umferðar í...
- Auglýsing -