Síðasti leikur 16-liða úrslita Poweradebikarkeppni HSÍ í kvennaflokki fer fram í kvöld þegar Afturelding tekur á móti ÍR í Myntkaup-höllinni að Varmá klukkan 19.30. Í gærkvöld tryggðu FH, Fram, Grótta, KA/Þór og Víkingur sér sæti í átta liða úrslitum....
Dagur Sigurðsson landsliðsþjálfari Króata í handknattleik karla verður án fjögurra sterkra leikmanna í vináttuleikjum við landslið Sviss í kvöld og á laugardaginn. Zvonimir Srna, Luka Cindric, Tin Lucin og David Mandic eru meiddir. Einn nýliði er í króatíska hópnum,...
Handknattleiksmaðurinn Janus Daði Smárason sást á leið inn á íþróttasvæði spænska stórliðsins Barcelona í handknattleik í dag í fylgd með manni frá félaginu. Telja má líklegt að Janus Daði hafi verið mættur til Barcelona í þeim tilgangi að skrifa...
Stórleikur ungverska markvarðins Szonja Szöke lagði grunn að sigri FH á Stjörnunni, 23:22, í 16-liða úrslitum Poweradebikarkeppninnar í handknattleik í Kaplakrika í kvöld. Szöke kórónaði stórleik sinn í marki FH með því að verja vítakast frá Evu Björk Davíðsdóttur...
Víkingar fögnuðu sæti í átta liða úrslitum Poweradebikar kvenna í handknattleik í kvöld. Víkingur vann Fjölni í spennandi viðureign í Safamýri, 24:23. Auður Brynja Sölvadóttir skoraði sigurmark Víkings þegar skammt var til leiksloka. Fjölnisliðið hafði þó tíma fyrir sókn...
Leikmenn KA/Þórs fylgdu í kjölfar Gróttu í átta liða úrslit Poweradebikars kvenna í handknattleik í kvöld með afar öruggum sigri á Selfossi, 32:26, í KA-heimilinu. KA/Þór var fimm mörkum yfir í hálfleik, 16:11.
Aldrei lék vafi í KA-heimilinu í kvöld...
Grill 66-deildar lið Gróttu lagði Olísdeildarlið ÍBV, 35:32, í framlengdri viðureign í 16-liða úrslitum Poweradebikars kvenna í handknattleik í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi í kvöld. Grótta er þar með komin í átta liða úrslit keppninnar en leikmenn ÍBV sitja eftir...
Elín Klara Þorkelsdóttir og liðsfélagar í IK Sävehof eru einar í efsta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar eftir leiki kvöldsins. IK Sävehof vann Krisitanstad naumlega á heimavelli, 27:26, eftir góðan endasprett Kristianstad-liðsins.
Meistarar síðasta árs, Skara HF, sem Aldís Ásta Heimisdóttir...
„Brynjar hefur komið einna mest á óvart hjá Þórsurum og þá sem sóknarmaður. Hann hefur oft dregið vagninn fyrir þá sóknarlega. Fyrir nokkrum árum lék Brynjar með Stjörnunni og spilaði varla sókn,“ segir Ásbjörn Friðriksson sérfræðingur Handboltahallarinnar um frammistöðu...
Veðmálafyrirtækið Epicbet sendir leyfislaust út frá leikjum Íslandsmótanna í handknattleik leiktíðinni eftir því sem Vísir segir frá. Epicbet, sem ekki hefur leyfi fyrir starfsemi hér á landi frekar en önnur erlend veðmálafyrirtæki, sendir út frá leikjunum á youtube og...