Stórleikur ungverska markvarðins Szonja Szöke lagði grunn að sigri FH á Stjörnunni, 23:22, í 16-liða úrslitum Poweradebikarkeppninnar í handknattleik í Kaplakrika í kvöld. Szöke kórónaði stórleik sinn í marki FH með því að verja vítakast frá Evu Björk Davíðsdóttur þegar 10 sekúndur voru til leiksloka og slökkti vonir Olísdeildarliðsins um að ná framlengingu. Alls varði Szöke 18 skot, þar af tvö vítaköst.

FH var þremur mörkum yfir í hálfleik, 13:10, og aftur 16:13 snemma í síðari hálfleik. Stjarnan jafnaði, 16:16. Eftir það var jafnt á öllum tölum allt þar til á síðustu sekúndum. Hafdís Hera Arnþórsdóttir skoraði sigurmark FH af línu rétt rúmri mínútu fyrir leikslok.
Sex marka sigur Fram
Á sama tíma lagði Fram efsta lið Grill 66-deildar kvenna, 36:30, í Kórnum en leikurinn var einnig liður í 16-liða úrslitum Poweradebikarsins. Fram var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 20:18. HK tókst að vera í humátt á eftir framan af síðari hálfleiks áður en Framliðið gerði út um viðureignina.
FH, Fram, Grótta, KA/Þór og Víkingur komust í átta liða úrslit í kvöld. Bikarmeistarar Hauka og Íslandsmeistarar Vals sátu yfir í 16-liða úrslitum.
Síðasti leikur 16-liða úrslita verður að Varmá annað kvöld þegar Afturelding tekur á móti ÍR kl. 19.30.
FH – Sjarnan 23:22 (13:10).
Mörk FH: Thelma Dögg Einarsdóttir 7, Hafdís Hera Arnþórsdóttir 4, Elísa Björt Ágústsdóttir 3, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 3, Telma Medos 3, Gyða Kristín Ásgeirsdóttir 2, Eva Guðrúnardóttir Long 1.
Varin skot: Szonja Szöke 18.
Mörk Stjörnunnar: Vigdís Arna Hjartardóttir 6, Eva Björk Davíðsdóttir 4/1, Natasja Hammer 4, Rakel Dórothea Ágústsdóttir 3, Brynja Katrín Benediktsdóttir 2, Inga Maria Roysdottir 2, Aníta Björk Valgeirsdóttir 1/1.
Varin skot: Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 7, Margrét Einarsdóttir 6.
Tölfræði HBStatz.
HK – Fram 30:36 (18:20).
Mörk HK: Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 6, Inga Fanney Hauksdóttir 6/3, Tinna Ósk Gunnarsdóttir 5, Hekla Fönn Vilhelmsdóttir 5, Þórhildur Braga Þórðardóttir 5, Jóhanna Lind Jónasdóttir 2, Rakel Sigurðardóttir 1.
Varin skot: Danijela Sara B. Björnsdóttir 4, 12,5% – Tanja Glóey Þrastardóttir 3, 27,1%.
Mörk Fram: Katrín Anna Ásmundsdóttir 8, Harpa María Friðgeirsdóttir 6, Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín 6, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 6, Sara Rún Gísladóttir 3/3, Valgerður Arnalds 3, Sóldís Rós Ragnarsdóttir 1, Katla Kristín Hrafnkelsdóttir 1, Birna Ósk Styrmisdóttir 1, Hulda Dagsdóttir 1.
Varin skot: Ethel Gyða Bjarnasen 9/1, 28,1% – Arna Sif Jónsdóttir 1, 12,5%.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.
Grótta lagði ÍBV og fór í átta liða úrslit
KA/Þór flaug áfram í bikarkeppninni
Víkingur lagði Fjölni í spennuleik í Safamýri



