- Auglýsing -
Línu- og varnarmaðurinn sterki hjá Gróttu, Hannes Grimm, hefur framlengt samning sinn við félagið til tveggja ára, til 2024. Hannes hefur leikið með Gróttu um árabil og á að baki 114 leiki með meistaraflokki félagsins.
Gróttumenn eru hoppandi kátir með fréttirnar og segja í tilkynningu það vera frábær tíðindi að Hannes verði áfram í herbúðum félagsins, enda máttarstólpi jafnt í vörn sem sókn karlaliðs félagsins sem leikur í Olísdeildinni annað árið í röð.
Auk þess að leika með meistaraflokki hefur Hannes undanfarin fimm ár þjálfað yngri flokka félagsins við góðan orðstír.
[adrotate group=”29″
„Það er mikill hugur í félaginu til næstu ára og Hannes mikilvægt púsl í þeirri vegferð,“ er haft eftir Arnari Daða Arnarssyni þjálfara Gróttu í tilkynningu.
- Auglýsing -