- Auglýsing -
- Auglýsing -

21 marks sigur á heimavelli

Sigvaldi Björn Guðjónsson leikmaður Kolstad og íslenska landsliðsins. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Sigvaldi Björn Guðjónsson var markahæstur hjá Kolstad í kvöld þegar liðið vann 21 marks sigur á Halden í Kolstad Arena í Þrándheimi, 42:21, í næst síðustu umferð í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Þrjú marka sinna skoraði Sigvaldi Björn úr vítaköstum. Janus Daði Smárason skoraði í þrígang fyrir Kolstad sem er lang efst í deildinni með 40 stig eftir 21 leik.

Hörkuleikur hjá Orra Frey

Orri Freyr Þorkelsson og félagar í Elverum eru í næst efsta sæti deildarinnar sem fyrr. Þeir lentu í hörkuleik á útivelli gegn Haslum í grannaslag og tókst að vinna með eins marks mun, 30:29. Orri Freyr skoraði þrjú mörk.

Fredrikstad hafnaði í sjöunda sæti

Í síðustu umferð úrvalsdeildar kvenna vann Fredrikstad Bkl. liðsmenn Tertnes með fjögurra marka mun, 31:27, í Åsane Arena í nágrenni Bergen. Elías Már Halldórsson er þjálfari Fredrikstad Bkl. sem hafnaði í sjöunda sæti deildarinnar með 11 sigurleiki og eitt jafntefli. Alexandra Líf Arnarsdóttir var í leikmannahópi Fredrikstad Bkl. en skoraði ekki mark í leiknum.

Neðst en fellur ekki

Íslendingaliðið Volda tapaði 20. leik sínum í úrvalsdeildinni í kvöld í heimsókn sinni til Romerike Ravens í Lillestrøm, 36:22. Volda rekur lestina í deildinni en vegna þess að til stendur að fjölga liðum í úrvalsdeildinni úr 12 í 14 fellur Volda ekki. Liðið tekur þátt í umspili um sæti í deildinni og leikur á móti liði úr næst efstu deild.

Níu íslensk mörk

Rakel Sara Elvarsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir Volda, Dana Björg Guðmundsdóttir þrjú og Katrín Tinna Jensdóttir tvö. Halldór Stefán Haraldsson var að vanda við stjórnvölin hjá Volda og hafði sér til halds og trausts Hilmar Guðlaugsson. Báðir flytja þeir heim í sumar með fjölskyldum sínum eftir nokkurra ára dvöl í Noregi.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -