- Auglýsing -

Stórsigur í fyrri leiknum í Þórshöfn

Strákarnir í U16 ára sem unnu í Þórshöfn í dag. Mynd/HSÍ

U-16 ára landslið karla í handknattleik vann í dag færeyska jafnaldra sína með 13 marka mun, 34:21, í fyrri vináttuleik liðanna um helgina. Leikurinn fór fram í Höllinni á Hálsi í Þórshöfn. Íslensku piltarnir voru sjö mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:10.


Leikurinn var jafn á upphafsmínútunum eins og oft er. Eftir um 10 mínútna leik dró í sundur með liðunum og lék íslenska liðið frábæran sóknarleik allan leikinn. Í síðari hálfleik hélt munurinn áfram að aukast og úr varð stórsigur Íslands.
Allir leikmenn íslenska liðsins komu við sögu í viðureigninni og dreifðist leiktíminn og markaskor vel.

Íslenski hópuirnn eldhress eftir sigur í Þórshöfn í dag. Mynd/HSÍ


Liðin mætast öðru sinni klukkan 16 á morgun á sama stað.


Mörk Íslands: Hugi Elmarsson 5, Jens Bergþórsson 5, Magnús Jónatansson 5, Ágúst Guðmundsson 4, Dagur Árni Heimisson 4, Stefán Hjartarson 4, Markús Ellertsson 3, Daníel Grétarsson 1, Alex Þórhallsson 1, Antonie Pantano 1, Haukur Guðmundsson 1.


Í markinu varði Óskar Þórarinsson 10 skot og Sigurjón Atlason 8 skot.

Mörk Færeyja: Rúnar Hammer 6, Brian Eyðfinnsson 2, Rógvi Brimnes 2, Lýðari í Dímun 2, Jákup Egholm 2, Haraldur Karlsson 2, Magnus Árason 1, Magnus Rubek Carlsen 1, Torkil Dahl 1, Sebastian Gullfoss 1, Jón Midjord 1.


- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -