Stuðningsmenn íslenska landsliðsins hafa flutt sig um set eins og landsliðið og koma saman í dag á veitingastaðnum Hard Rock í nágrenni við Scandinavium íþróttahöllin í Gautaborg þar sem íslenska landsliðið leikur næstu þrjá leiki sína á heimsmeistaramótinu í handknattleik. Að vanda hefur Sérsveitin, stuðningsveit íslenska landsliðsins, að hittingnum.
Fólk var byrjað að streyma á Hard Rock upp úr hádeginu í dag enda gríðarlega eftirvænting fyrir leiknum sem fram er er við landsliðs Grænhöfðaeyja. Flautað verður til leiks klukkan 17 að íslenskum tíma.
Treyjur eru seldar staðnum. Ný sendingu kom til Gautaborgar í gær en landsliðstreyjurnar hafa nánast verið rifnar út fyrir leiki íslenska landsliðsins fram til þessa. Einnig er auk boðið er upp á andlitmálum og almenna gleði enda hefur hún verið aðalsmerki íslensku áhorfendanna á HM á þessu móti eins og á undanförnum stórmótum þegar fjöldi fólks hefur fylgt landsliðinu eftir og studd með ráðum á dáð.
Búist er við að minnsta kosti 500 Íslendingar verði í stúkunni í dag. Þeim fjölgar undir helgina og má reikna með að þeir verði a.m.k. tvöfalt fleiri á föstudaginn og á sunnudaginn.
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir sem handbolti.is fékk símsendar fyrir stundu.
Milliriðill 2 (Gautaborg) 18. janúar: Portúgal – Brasilía, kl. 14.30. Grænhöfðaeyjar – Ísland, kl. 17. Svíþjóð – Ungverjaland, kl. 19.30. 20. janúar: Brasilía – Ungverjaland, kl. 14.30. Grænhöfðaeyjar – Portúgal, kl. 17. Ísland – Svíþjóð, kl. 19.30. 22. janúar: Grænhöfðaeyjar – Ungverjaland, kl. 14.30. Brasilía – Ísland, kl. 17. Svíþjóð – Portúgal, kl. 19.30.