- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Elín Jóna var öflug í mikilvægum sigri

Elín Jóna Þorsteinsdóttir landsliðsmarkvörður og liðsmaður EH Aalborg. Mynd/Mummi Lú
- Auglýsing -

Elín Jóna Þorsteinsdóttir landsliðsmarkvörður stóð vaktina í marki Ringkøbing Håndbold af árverkni í kvöld og átti sannarlega sinn hlut í öruggum sigri liðsins á SønderjyskE, 27:21, í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Elín Jóna varði 11 skot, 38%, í leiknum en sigurinn var afar mikilvægur þar sem liðin tvö voru á líkum stað í botnbarátti deildarinnar og aðeins skeikaði einu stigi á þeim þegar flautað var til leiks í Ringkøbing.

Þetta er einn leik leikurinn á skömmum tíma þar sem Elín Jóna stendur fyrir sínu og vel það.


Með sigrinum situr Ringkøbing-liðið í 10 sæti með 13 stig að loknum 22 leikjum. Mjög er farið að halla á síðari hluta deildarkeppninnar og ljóst að Ringkøbing getur staðið bærilega að vígi þegar úrslitakeppni liðanna í neðri hlutanum tekur við.


Auk afar góðs leiks Elínar Jónu þá var varnarleikur Ringkøbing-liðsins góður. Liðið var yfir 16:10, eftir fyrri hálfleik.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -