- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Förum út til þess að vinna

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir komin í skotstöðu í leiknum við Ungverja á Ásvöllum. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Þetta var ansi kaflaskipt hjá okkur en á milli voru góðir kaflar sem við verðum að taka með okkur og byggja ofan á fyrir síðari leikinn. Eins verðum við að fara vel yfir það sem illa gekk með það fyrir augum að koma sem mestu í veg fyrir þá í leiknum úti á miðvikudaginn,“ sagði Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir landsliðskona í handknattleik í samtali við handbolta.is eftir fjögurra marka tap íslenska landsliðsins, 25:21, fyrir Ungverjum í fyrri viðureigninni í umspili um HM-sæti.

Vorum á yfirsnúningi

„Um tíma vorum við á yfirsnúningi á kafla í stað þess að halda „kúlinu“ og spila okkar leik. Þar með hleyptum við Ungverjum á skrið með þeim afleiðingum að um tíma var orðinn átta marka munur, þeim í hag.


Það var karakter í okkur að ná að svara fyrir okkur og minnka muninn í tvö mörk. Eftir á er svekkjandi að hafa ekki náð að halda þeim mun til loka,“ sagði Hanna sem skoraði þrjú mörk og var lengi í stóru hlutverki í sóknarleiknum.

Erum að sækja í okkur veðrið

„Við getum tekið eitt og annað með okkur úr þessum leik þótt við séum vissulega svekktar með að hafa tapað. Það sást á góðu köflunum í dag að við erum að sækja í okkur veðrið jafnt og þétt.“

Förum út til þess að vinna

Framundan er ferð til Ungverjalands á mánudaginn og leikur ytra á miðvikudag. Hanna segir ekki koma til greina að láta hug falla þrátt fyrir erfiða stöðu.

„Varnarleikurinn var góður hjá okkur og markvarslan var einnig góð. Það voru góðir kaflar í sóknarleiknum.

Við förum í leikinn ytra af fullum krafti og stefnan er sett á sigur, ekkert annað. Við stillum saman strengina fyrir leikinn á miðvikudaginn,“ sagði Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir landsliðskona í samtali við handbolta.is á Ásvöllum í kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -