- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Jóhanna Margrét og Aldís Ásta með þriðjung markanna

Aldís Ásta Heimisdóttir leikmaður Skara HF í Svíþjóð. Mynd/Mummi Lú
- Auglýsing -

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir og Aldís Ásta Heimisdóttir skoruðu þriðjung marka Skara HF þegar liðið tapaði fyrir H65 Höör í þriðju viðureigninni í átta liða úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik, 31:25. Leikurinn fór fram í Höör. Fjórði leikur liðanna verður í Skara á miðvikudagskvöld. Skara þarf nauðsynlega á sigri á halda til þess að knýja fram oddaleik.


Jóhanna Margrét skoraði fimm mörk og átti eina stoðsendingu. Var þetta einn allra besti leikur hennar fyrir liðið. Aldís Ásta stjórnaði leik Skara af röggsemi eins og áður auk þess að skora þrjú mörk. Einnig gaf Akureyringurinn þrjár stoðsendingar.

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir í leik með Skara HF á dögunum.


Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik. Þegar 30 mínútur voru liðnar af leiktímanum var staðan jöfn, 13:13. Hið firnasterka lið H65 Höör, sem hafnaði í öðru sæti í úrvalsdeildinni, var öflugra á heimavelli í síðari hálfleik, einkum síðustu 20 mínúturnar. Ekki síst hertu leikmenn Höör upp hugann við varnarleikinn með þeim afleiðingur að leikmenn Skara skoruðu aðeins 12 mörk.


Skara HF vann fyrsta heimaleikinn í rimmu liðanna og getur svo sannarlega endurtekið leikinn á heimavelli á miðvikudaginn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -