- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

U17 ára landslið karla stendur í ströngu í sumar

U17 ára landsliðið sem tók þátt í leikjum í Færeyjum á síðasta ári. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

U17 ára landslið karla í handknattleik mun standa í ströngu í sumar. Framundan er þátttaka í tveimur alþjóðlegum mótum. Fyrra mótið verður Opna Evrópumótið sem fram fer í Partille í Svíþjóð frá 3. til 7. júlí, samhliða hinu sívinsæla alþjóðlega móti félagsliða, Partille Cup.

Aðeins rúmlega þremur vikum eftir að Opna Evrópmótinu lýkur mætir íslenska liðið til leiks á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem haldin verður í Maribor í Slóveníu frá 23. til 29. júlí.

Heimir Örn Árnason og Stefán Árnason verða þjálfarar U17 ára landsliðsins í verkefnum sumarsins. Þeir hafa valið hóp fyrir sumarið. Hluti hópsins fer á bæði mótin en 16 leikmenn taka þátt í Opna Evrópumótinu en 15 á Ólympíuhátíðinni.

Allar nánari upplýsingar koma inn á Sportabler. Allar nánari upplýsingar veita þjálfarar, segir í tilkynningu HSÍ.

Leikmannahópur:
Antoine Óskar Pantano, Gróttu.
Aron Daði Stefánsson, KA.
Ágúst Guðmundsson, HK.
Bernard Kristján Owusu Darkoh, ÍR.
Dagur Árni Heimisson, KA.
Daníel Bæring Grétarsson, Aftureldingu.
Harri Halldórsson, Aftureldingu.
Haukur Guðmundsson, Aftureldingu.
Hugi Elmarsson, KA.
Ingvar Dagur Gunnarsson, FH.
Jens Bragi Bergþórsson, KA.
Jens Sigurðarson, Val.
Jónas Karl Gunnlaugsson, Selfossi.
Jökull Helgi Einarsson, Aftureldingu.
Magnús Dagur Jónatansson, KA.
Max Emil Stenlund, Fram.
Nathan Doku Helgi Asare, ÍR.
Óskar Þórarinsson, KA.
Sigurjón Bragi Atlason, Aftureldingu.
Stefán Magni Hjartarson, Aftureldingu.
Þórir Ingi Þorsteinsson, FH.

Þjálfarar:
Heimir Örn Árnason.
Stefán Árnason.

Sjá einnig:

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -