Stúlkurnar í U15 ára landsliðinu í handknattleik unnu færeyska landsliðið í sama aldursflokki öðru sinni á tveimur dögum í dag í vináttuleik í Vestmanna í Færeyjum, 23:17. Sigurinn í dag var enn öruggari en í gær þegar fjórum mörkum munaði á liðunum þegar upp var staðið.
Íslenska liðið náði góðri forystu um miðbik fyrri hálfleiks og hélt henni til loka hálfleiks þegar staðan var 15:10. Færeyska liðið byrjað seinni hálfleik betur og náði að minnka muninn niður í tvö mörk. Nær komst liðið ekki og íslenska liðið bætti í forskot sitt á lokakaflanum, ekki síst fyrir tilstuðlan góðs varnarleiks.
Mörk Íslands: Laufey Helga Óskarsdóttir 4, Ebba Guðríður Ægisdóttir 4, Agnes Lilja Styrmisdóttir 3, Silja Katrín Gunnarsdóttir 3, Tinna Ósk Gunnarsdóttir 2, Hrafnhildur Markúsdóttir 2, Bryndís Hulda Ómars 1, Ester Elís Guðbjartsdóttir 1, Dagný Þorgilsdóttir 1, Danijela Sara Björnsdóttir 1, Roksana Jaros 1.
Sigrún Ásta Möller varði 7 skot í markinu og Danijela Sara Björnsdóttir varði 3 skot.
Myndir úr leiknum er að finna á Facebook-síðu færeyska handknattleikssambandsins.