- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslendingar verða með í fyrstu umferð

Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari þýska 1. deildarliðsins Hannover-Burgdorf. Mynd/Hannover-Burgdorf
- Auglýsing -

Tvö lið sem Íslendingar eru samningsbundnir hjá voru á meðal tíu liða sem dregin voru út í undankeppni Evrópudeildar karla í handknattleik í gær. Rhein-Neckar Löwen, sem Arnór Snær Óskarsson og Ýmir Örn Gíslason leika með mætir HC Vardar frá Skopje í Norður Makedóníu í kapphlaupinu um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf sem dróst á móti Ystads frá Svíþjóð.

Fyrri leikir undankeppninnar fara fram 26. og 27. ágúst en þeir síðari 2. og 3. september.

Fimm lið komast áfram og blandast með 27 liðum sem sitja yfir í undankeppninni.

Þrátt fyrir að undankeppninni ljúki ekki fyrr en 3. september verður dregið í átta fjögurra liða riðla Evópudeildarinnar á föstudaginn.

Eftirfarandi lið mætast í undankeppninni:
HC Vardar (N-Makedóníu) – Rhein-Neckar Löwen (Þýskalandi).
Ystads (Svíþjóð) – Hannover-Burgdorf (Þýskalandi).
Trimo Trebnje (Slóveníu) – ABC Braga (Portúgal).
Auguas (Portúgal) – Pfadi Winterthur (Sviss).
CSM Constanda (Rúmeníu) – Granollers (Spáni).

Leikirnir fara fram 26 og 27. ágúst og 2. og 3. september.

Ekkert íslenskt lið sóttist eftir sæti í Evrópudeild karla á næsta keppnistímabili.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -