- Auglýsing -
- Auglýsing -

U19: Tvær breytingar á hópnum sem keppir í Færeyjum

Strákarnir sem voru í U18 ára landsliðinu í fyrrasumar eru margir hverjir komnir í U19 ára landsliðið. Mynd/EHF
- Auglýsing -

Heimir Ríkarðsson og Einar Jónsson þjálfarar 19 ára landsliðs karla í handknattleik hafa kallað tvo leikmenn inn í landsliðshópinn sem fer til Færeyja í dag til tveggja leikja við lið heimamanna á morgun og á sunnudag. Breytingarnar eru gerðar vegna meiðsla sem því miður hafa orðið.

Haukur inn fyrir Atla

FH-ingurinn Atli Steinn Arnarsson fingurbrotnaði fyrir viku í vináttulandsleik í Þýskalandi. Ljóst er að hann verður ekki með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í næsta mánuði. HK-ingurinn Haukur Ingi Hauksson leysir Atla Stein af.

Daði hleypur í skarðið

Daði Bergmann Gunnarsson markvörður úr Stjörnunnni er hinn leikmaðurinn sem valinn var fyrir Færeyjaferðina. Breki Hrafn Árnason markvörður Fram tognaði á læri á dögunum og er í meðferð hjá sjúkraþjálfara. Vonir standa til þess að Breki Hrafn geti farið með landsliðinu á heimsmeistaramótið sem hefst 2. ágúst í Króatíu.

Fyrri leikurinn við færeyska landsliðið fer fram á Eiði á morgun og sá síðari í Vestmanna á sunnudag. Báða daga verður flautað til leiks klukkan 15, að íslenskum tíma. Báðum leikjum verður streymt á live.hsf.fo.

Fara einnig á HM

Færeyska landsliðið tekur einnig þátt í heimsmeistaramótinu í næsta mánuði. Meðal leikmanna eru hinn öflugi Óli Mittún, línumaðurinn Ísak Vedelsbøl og markvörðurinn Aleksandar Lacok. Þeir voru allir með U21 árs landsliðinu á HM á dögunum.

Lið þjóðanna í þessum árgangi, þá U18 ára, mættust síðast á Evrópumótinu fyrir ári síðan í viðureign um níunda sætið. Færeyingar höfðu betur, 29:27, eftir að íslenska liðið var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15:13.

EMU18: Tíunda sæti eftir tap fyrir Færeyjum – tveir áfangar í höfn

Piltarnir í U19 ára landsliðinu á Keflavíkurflugvelli í morgun áður en farið var til Færeyja. Mynd/HSÍ

U19 ára landslið Íslands í Færeyjum.

Markverðir:
Daði Bergmann Gunnarsson, Stjörnunni.
Ísak Steinsson, Ros/Drammen (Noregi).
Aðrir leikmenn:
Andri Fannar Elísson, Haukum.
Birkir Snær Steinsson, Haukum.
Daníel Örn Guðmundsson, Val.
Eiður Rafn Valsson, Fram.
Elmar Erlingsson, ÍBV.
Haukur Ingi Hauksson, HK.
Hans Jörgen Ólafsson, Selfossi.
Hinrik Hugi Heiðarsson, ÍBV.
Ívar Bessi Viðarsson, ÍBV.
Kjartan Þór Júlíusson, Fram.
Reynir Þór Stefánsson, Fram.
Skarphéðinn Ívar Einarsson, KA.
Þorvaldur Örn Þorvaldsson, Val.
Össur Haraldsson, Haukum.
Þjálfarar:
Einar Jónsson.
Heimir Ríkarðsson.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -