- Auglýsing -
- Auglýsing -

Rakel Sara hefur ákveðið að leika með KA/Þór

Rakel Sara Elvarsdóttir klæðist búningi KA/Þórs á ný á næsta keppnistímabili. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Handknattleikskonan Rakel Sara Elvarsdóttir hefur ákveðið flytja heim og leika með KA/Þór í Olísdeildinni og Poweradebikarnum á komandi leiktíð. Hún kemur til uppeldisfélagsins á nýjan leik eftir eins árs veru hjá Volda í Noregi. Volda var á meðal þátttökuliða í úrvalsdeildinni í Noregi á síðustu leiktíð en féll í vor eftir tap í umspili fyrir Oppsal. Í framhaldinu urðu nokkur uppskipti í leikmannahópnum auk þess að þjálfaraskipti áttu sér stað.

Afar góð tíðindi fyrir KA/Þór

Rakel Sara staðfesti komu sína í KA/Þór við handbolta.is í dag. Ljóst er að um afar góð tíðindi er að ræða fyrir KA/Þórsliðið sem hefur gengið í gegnum margar mannabreytingar síðasta árið. Þrátt fyrir ungan aldur er Rakel Sara orðin reynslumikil fyrir utan að vera ein fremsta hægri hornakona landsins og öflug í hraðaupphlaupum.

Rakel Sara Elvarsdóttir efnilegasti leikmaður Olísdeildar kvenna keppnistímabilið 2020/2021 og Íslandsmeistari með KA/Þór. Mynd/HSÍ


Rakel Sara lék stórt og mikilvægt hlutverk í liði KA/Þórs leiktíðina 2020/2021 þegar liðið varð Íslands-, deildar- og bikarmeistari. Í lok kepnistímabilsins var hún valin efnilegasti leikmaður Olísdeildar kvenna.

Níu A-landsleikir

Rakel Sara vann sér inn sæti í íslenska landsliðinu haustið 2021 og hefur klæðst A-landsliðs peysunni níu sinnum, síðast í leikjum við Ísrael í nóvember þegar íslenska landsliðið vann ísraelska landsliðið í forkeppni heimsmeistaramótsins. Einnig á Rakel Sara leiki með yngri landsliðum Íslands, var m.a. í U19 ára landsliðinu sem tók þátt í B-hluta Evrópumótsins fyrir tveimur árum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -