- Auglýsing -
- Íslandsmeistara Vals í handknattleik kvenna töpuðu tveimur leikjum á móti á Spáni í gær og í fyrradag. Í gær tapað Valur fyrir BM Elche, 25:18, og 27:22 í leik við Málaga á laugardag. Eins og áður hefur komið fram á handbolti.is þá er Valsliðið vængbrotið um þessar mundir. Margir leikmenn liðsins eru fjarverandi vegna meiðsla. Kom það niður á framgöngu liðsins á Spáni. Valur mætir ÍBV í Meistarakeppni HSÍ í Origohöllinni á laugardaginn.
- Hannes Jón Jónsson þjálfari Alpla Hard fagnaði sigri í meistarakeppninni í Austurríki í gær með leikmönnum sínum. Alpla Hard lagði Linz í hnífjöfnum leik, 26:25. Keppni í austurrísku úrvalsdeildinni hefst um næstu helgi. Hannes Jón verður eini Íslendingurinn í deildinni á leiktíðini. Hann er að hefja sitt þriðja keppnistímabil sem þjálfari Hard-liðsins sem er bækistöðvar í Bregenz, nærri Bodensevatni.
- Arnór Atlason stýrði í TTH Holstebro í fyrsta sinn í opinberum kappleik þegar liðið mætti hinu sterka liði Aalborg Håndbold í 16-liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar. Álaborgarliðið vann með þriggja marka mun, 35:32. Aalborg mætir Skjern í átta liða úrslitum bikarkeppninnar sem fram fer 20. og 21. desember.
- Lærisveinar Halldórs Jóhanns Sigfússonar í Nordsjælland drógust gegn Bjerringbro/Silkeborg í átta liða úrslitum bikarkeppninnar en dregið var síðdegis í gær.
- Ágúst Elí Björgvinsson og Elvar Ásgeirsson og félagar þeirra í Ribe-Esbjerg sækja meistara GOG heim í átta liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar.
- Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari Fredericia HK var svo lánsamur að fá heimaleik í átta liða úrslitum bikarkeppninnar í Danmörku þegar dregið var í gær. Andstæðingur Fredericia HK verður Skanderborg Aarhus. Eins og áður segir fara leikir átta liða úrslita fram 20. og 21. desember.
Tengdar fréttir:
- Auglýsing -