- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stórsigur hjá Söndru – Díana maður leiksins í tapi

Sandra Erlingsdóttir í leik með Metzingen. Mynd/Metzingen
- Auglýsing -

Sandra Erlingsdóttir og samherjar í TuS Metzingen luku árinu í kvöld með stórsigri á heimavelli á HSV Solingen-Gräfrath 76, 43:21, í 10. umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik. Yfirburðir TuS Metzingen voru afar miklir í leiknum. Þegar að fyrri hálfleik loknum var forskotið 14 mörk, 24:10.

Sandra skoraði þrjú mörk í fjórum skotum. Ekkert markanna skoraði hún úr vítakasti. TuS Metzingen er eftir sem áður í sjötta sæti deildarinnar í árslok með 12 stig af 20 mögulegum.

Díana maður leiksins

Díana Dögg Magnúsdóttir var maður leiksins í kvöld þegar BSV Sachsen Zwickau tapaði á heimavelli með sex marka mun fyrir Borussia Dortmund, 31:25. Eyjakonan var markahæst hjá Zwickau með átta mörk auk fjögurra stoðsendinga, fimm skapaðra færa, þriggja stolinna bolta og tveggja fiskaðra vítakasta.

Díana Dögg Magnúsdóttir landsliðskona og leikmaður BSV Sachsen Zwickau. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Samherji hennar og markahæsti leikmaður deildarinnar, Ema Hrvatin landsliðskona Slóveníu, var næst með sjö mörk. Emma Olsson, sem gerði garðinn frægan með Fram tímabilið 2021/2022, skoraði tvisvar sinnum fyrir Dortmund og var einu sinni vikið af leikvelli.

Díana og samherjar áttu á brattann að sækja allan leikinn. Dortmund var fimm mörkum yfir í hálfleik, 17:12.

Hollenski landsliðsmarkvörðurin Tess Lieder varði afar vel í marki Dortmund, 42%, þegar upp var staðið.

BSV Sachsen Zwickau er í 11. sæti af 14 liðum deildarinnar með sex stig eftir leikinn 10. Dortmund er næst fyrir ofan TuS Metzingen í fimmta sæti.

Næstu leikir í þýsku 1. deildinni, og þeir fyrstu á nýju ári, verða 3. janúar. Íslensku landsliðskonurnar verða ekki í eldlínunni með félagsliðum sínum fyrr en 6. og 7. janúar.

Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -