- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gísli Þorgeir er Íþróttamaður ársins 2023

Gísli Þorgeir Kristjánsson Íþróttamaður ársins 2023 og unnusta hans, Rannveig Bjarnadóttir. Mynd/Ívar
- Auglýsing -

Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Evrópumeistara SC Magdeburg, var í kvöld kjörinn Íþróttamaður ársins 2023. Kjörinu var lýst í hófi Samtaka íþróttafréttamanna og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands á Hótel Hilton Reykjavík Nordica.


Gísli Þorgeir hlaut glæsilega kosningu, alls 500 stig af 580 mögulegum. Hann var 128 stigum á undan Antoni Sveini McKee sundmanni sem varð í öðru sæti. Knattspyrnukonan Glódís Perla Viggósdóttir hafnaði í þriðja sæti með 326 stig.

Alls fengu 23 íþróttamenn stig í kjörinu að þessu sinni, þar af fjórir úr röðum handknattleiksfólks. Gísli Þorgeir var í efsta sæti á 21 seðli en 28 félagar í Samtökum íþróttafréttamanna tóku þátt í kjörinu að þessu sinni.

Fleiri fengu stig

Annað handknattleiksfólk sem fékk stig í kjörinu að þessu sinni eru Bjarki Már Elísson, Viktor Gísli Hallgrímsson og Sandra Erlingsdóttir.

Eftirtaldir hluti stig í kjöri Íþróttamanns ársins 2023:
(sæti – nafn – íþróttagrein – stigafjöldi – hámark 580):

1. Gísli Þorgeir Kristjánsson, handknattleikur – 500.
2. Anton Sveinn McKee, sund – 372.
3. Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrna – 326.
4. Andrea Kolbeinsdóttir, frjálsíþróttir – 101.
5. Sveindís Jane Jónsdóttir, knattspyrna – 94.
6. Elvar Már Friðriksson, körfuknattleikur – 93.
7. Jóhann Berg Guðmundsson, knattspyrna – 73.
8. Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar – 69.
9. Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikar – 53.
10. Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund – 47.

11. Baldvin Þór Magnússon, frjálsíþróttir – 37.
12. Jóhanna Margrét Snorradóttir, hestaíþr. – 35.
13. Albert Guðmundsson, fótbolti – 31.
14. Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingar – 30.
15. Snorri Einarsson, skíðaganga – 28.
16. Eygló Fanndal Sturludóttir, lyftingar – 27.
17. Bjarki Már Elísson, handknattleikur – 26.
18. Viktor Gísli Hallgrímsson, handknattleikur – 24.
19. Hákon Rafn Valdimarsson, knattspyrna – 22.
20. Hákon Arnar Haraldsson, knattspyrna – 20.

21. Haraldur Franklín Magnús, golf – 19.
22. Ragnhildur Kristinsdóttir, golf – 10.
23. Sandra Erlingsdóttir, handknattleikur – 7.

Ellefti úr handboltanum

Gísli Þorgeir er ellefti handknattleiksmaðurinn sem kjörinn er íþróttamaður ársins frá því að kjörið fór fyrst fram árið 1956. Hann varð í þriðja sæti í kjörinu fyrir ári þegar Ómar Ingi Magnússonar hreppti hnossið annað árið í röð.

Íþróttamenn ársins úr röðum handknattleiksfólks:
1964 - Sigríður Sigurðardóttir, Val.
1968 - Geir Hallsteinsson, FH.
1971 - Hjalti Einarsson, FH.
1989 - Alfreð Gíslason, Bidasoa.
1997 - Geir Sveinsson, Montpellier.
2002 - Ólafur Stefánsson, Magdeburg.
2003 - Ólafur Stefánsson, Ciudad Real.
2006 - Guðjón Valur Sigurðsson, Gummersbach.
2008 - Ólafur Stefánsson, Ciudad Real.
2009 - Ólafur Stefánsson, Ciudad Real.
2010 - Alexander Petersson, Füchse Berlin.
2012 - Aron Pálmarsson, THW Kiel.
2021 - Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg.
2022 - Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg.
2023 - Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -