- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Duvnjak, Þjóðverjar, Schmid, Baumgartner og fleira

Domagoj Duvnjak fyrirliði króatíska landsliðsins. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Domagoj Duvnjak lék í gær sinn 247. landsleik fyrir Króatíu og er þar með orðinn leikjahæsti landsliðsmaður þjóðarinnar í handknattleik karla. Duvnjak komst í gær upp fyrir Igor Vori sem lék 246 landsleiki fyrir Króatíu. 
  • Þýska landsliðið lék í gærkvöld sinn 100. landsleik í lokakeppni Evrópumóts, 30 árum eftir að það var fyrst með. Til samanburðar má nefna að íslenska landsliðið lék í gær sinn 74. leik í lokakeppni EM.
  • Andy Schmid skoraði 12 mörk fyrir landslið Sviss gegn Norður Makedóníu í lokaleik beggja liða á Evrópumótinu í handknattleik karla í Berlín í gærkvöld. Þar með var Schmid markahæsti landsliðsmaður Sviss frá upphafi með samtals 1.094 mörk. Hann komst einu marki upp fyrir Marc Baumgartner. Schmid ætlar að leggja skóna á hilluna í vor og taka við starfi landsliðsþjálfara Sviss. Hann hefur ennþá tök á að rjúfa 1.100 marka múrinn því Sviss leikur a.m.k. tvo leik í voru í forkeppni HM. 
  • Ungverska landsliðið tekur þátt í EM karla í 14. sinn um þessar mundir og fór e.t.v. ekki framhjá Íslendingum í gær. Ungverjar fara áfram með tvö stig í milliriðil og er það í fyrsta skipti sem þeir taka sæti í milliriðli með hámarksstigafjölda. 
  • Spánverjar hafa leikið sex sinnum í röð til undanúrslita á EM karla. Þeir eru hinsvegar úr leik að þessu sinni. Pökkuðu niður föggum sínum í gærkvöld og er á heimleið í dag, fremur óvænt. 
  • Evrópumeistarar kvenna síðustu þrjú tímabil, norska meistaraliðið Vipers Kristiansand, eru í fjárhagskröggum. Ósennilegt er talið að liðið verði til í þeirri mynd sem það er í nú á næstu leiktíð. Skuldir hafa hrannast upp og tekjur ekki vaxið að sama skapi.
  • Franski landsliðsmaðurinn Kentin Mahé er sterklega orðaður við Gummersbach, samkvæmt þýskum fréttamiðlum. Skýrt var frá því skömmu fyrir áramót að Mahé kveðji ungverska meistaraliðið Telekom Veszprém í sumar. 
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -