- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

67 leikmenn hafa skorað 2.217 mörk íslenska landsliðsins á EM

- Auglýsing -

Alls hafa 67 leikmenn skorað mörkin 2.217 sem íslenska karlalandsliðið hefur skorað frá því að það tók fyrst þátt í lokakeppni EM árið 2000. Til dagsins í dags hafa 84 handknattleikmenn leikið fyrir Ísland í lokakeppni EM frá 2000 til og með EM 2024.

Eins og áður segir eru íslensku mörkin 2.217 fram til þessa dags en liðið hefur fengið á sig 2.236 mörk svo markatalan er óhagstæð í leikjunum 78 fram til þessa.

Sigurleikirnir hafa verið 33, jafntefli 9 og 36 viðureignir hafa tapast.


Sex leikmenn hafa skorað yfir 100 mörk hver. Enginn þeirra leikur með landsliðinu í dag.

Hér fyrir neðan eru þeir sem skorað hafa 20 mörk eða fleiri fyrir íslenska landsliðið í lokakeppni EM.

Guðjón Valur Sigurðsson, 288.
Ólafur Stefánsson, 184.
Aron Pálmarsson, 150.
Snorri Steinn Guðjónsson, 143.
Alexander Petersson, 111.

Róbert Gunnarsson, 106.
Arnór Atlason, 89.
Ómar Ingi Magnússon, 81.
Bjarki Már Elísson, 72.
Sigvaldi Björn Guðjónsson, 67.

Ásgeir Örn Hallgrímsson, 63.
Patrekur Jóhannesson, 57.
Viggó Kristjánsson, 54.
Janus Daði Smárason, 47.
Sigfús Sigurðsson, 44.

Ólafur A. Guðmundsson, 44.
Rúnar Kárason, 41.
Arnór Þór Gunnarsson, 37.
Vignir Svavarsson, 35.
Þórir Ólafsson, 31.

Elliði Snær Viðarsson, 30.
Kári Kristján Kristjánsson, 30.
Elvar Örn Jónsson, 29.
Dagur Sigurðsson, 28.
Einar Örn Jónsson, 28.
Gústaf Bjarnason, 23.
Gísli Þorgeir Kristjánsson, 20.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -