- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

75 ár frá fyrsta Íslandsmeistaratitli Fram

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Nú eru 75 ár liðin síðan Fram varð í fyrsta sinn Íslandsmeistari í handknattleik karla. Þá eins og nú hafði Fram betur í keppni við Val á endasprettinum en Valur varð fimm sinnum Íslandsmeistari á árunum 1940 til 1950.

Átta lið tóku þátt í Íslandsmótinu í handknattleik karla 1950; Afturelding, Ármann, FH, Fram, ÍR, KR, Valur og Víkingur. Mótið hófst 15. janúar og lauk 12. mars. Líkt og árin á undan fóru allir leikirnir fram í Hálogalandi. Leikin var einföld umferð.


Talið var víst að keppnin um Íslandsmeistaratitilinn stæði á milli Fram og Vals. Eftir að Valur hafði betur, 9:7, gegn Fram töldu margir að Valur ætti meistartitilinn vísan. Annað kom á daginn.

Eini sigur KR hafði áhrif

Valur tapaði óvænt fyrir KR, 14:10. Var þetta eini sigur KR í sjö leikjum. Fram lagði ÍR, 25:10, og var staðan sú fyrir lokaumferðina að Fram og Valur stóðu jöfn með 10 stig hvort.

Fyrstu Íslandsmeistarar Fram í handknattleik karla, innanhúss, 1950. Myndin er fengin af baksíðu Morgunblaðsins 14. mars 1950 en Íslandsmótinu lauk sunnudaginn 12. mars.

Öruggur sigur í lokaumferðinni

Þá mættust Fram og KR annars vegar og Valur og Ármann hinsvegar. KR-ingum tókst ekki að leggja stein í götu Framara í síðasta leik liðanna. Fram vann öruggan sigur, 17:12. Þar með þurfti Valur að vinna Ármann með miklum mun. Það tókst Val ekki gegn harðsnúnum Ármenningum. Leik liðanna lyktaði með jafntefli, 11:11.

„Feikilega skotfastir“

Í sögu handknattleiksins á Íslandi, eftir Steinar J. Lúðvíksson sem kom út fyrir nokkrum árum, segir að aðalstyrkur Fram-liðsins hafi m.a. falist í að leikmenn hafi verið hávaxnari en annarra liða „sem sumir hverjir voru feikilega skotfastir. Einnig fólst styrkur liðsins í að hópurinn var stærri en hjá flestum hinna liðanna og unnt að skipta á mönnum án þess að styrkleikinn breyttist mikið.“

Framarar fylgdu sigrinum eftir með því að vinna Íslandsmótið í handknattleik utanhúss sem fram fór á Akureyri í júní. Þrjú lið tóku þátt auk Fram, Ármann, KA og Víkingur.


Lokastaðan á Íslandsmóti karla 1950:

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -