Rétt þegar U20 ára landslið kvenna hefur lokið þátttöku á heimsmeistaramótinu með glæsibrag og sjöunda sæti þá hefur næsta unglingalandslið þátttöku á stórmóti. U16 ára landslið kvenna er næst á dagskrá. Það hefur leik á Opna Evrópumótinu í Gautaborg í fyrramálið með leik við Króatíu.
Einnig eru landslið Noregs, Færeyja og Litáen með Íslandi í C-riðli mótsins. Tuttugu landslið taka þátt í Opna Evrópumótinu. Þeim er skipt niður í fjóra fimm liða riðla.
Díana Guðjónsdóttir og Jón Brynjar Björnsson eru þjálfarar U16 ára landsliðsins sem fór af landi brott í morgun og kom síðdegis á hótel í Gautaborg.
Eftirtaldar eru leikmenn U16 ára landsliðsins:
Markverðir:
Arna Sif Jónsdóttir, Val.
Danijela Sara Björnsdóttir, HK.
Aðrir leikmenn:
Agnes Lilja Styrmisdóttir, ÍBV.
Dagný Þorgilsdóttir, FH.
Ebba Guðríður Ægisdóttir, Haukum.
Eva Steinsen Jónsdóttir, Val.
Guðrún Antonía Jóhannsdóttir, HK.
Hafdís Helga Pálsdóttir, Haukum.
Hrafnhildur Markúsdóttir, Val.
Klara Káradóttir, ÍBV.
Laufey Helga Óskarsdóttir, Val.
Roksana Jaros, Haukum.
Silja Katrín Gunnarsdóttir, Fram.
Tinna Ósk Gunnarsdóttir, HK.
Valgerður Elín Snorradóttir, Víkingi.
Vigdís Arna Hjartardóttir, Stjörnunni.
Sjá einnig: