- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gísli Þorgeir og Ómar Ingi með á nýjan leik

Gísli Þorgeir Kristjánsson lék með Magdeburg í kvöld eftir meira en mánaðar fjarveru vegna meiðsla. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon léku með SC Magdeburg í kvöld eftir nokkurra vikna fjarveru vegna meiðsla þegar liðið fékk Füchse Berlin í heimsókn og tapaði, 33:30. Gísli Þorgeir lét til sín taka í leiknum. Hann skoraði fimm mörk og gaf fjórar stoðsendingar. Lítið fór fyrir Ómari Inga sem glímt hefur við erfið ökklameiðsli síðan í lok nóvember.


Berlínar-liðið var með undirtökin í leiknum lengst af í GETEC Arena í kvöld og vann verðskuldað. Magdeburg tókst að minnka muninn í eitt mark nærri leikslokum, 31:30. Nær komst liðið ekki.

Miklu munaði þegar leikurinn var gerður upp að Dejan Milosavljev markvörður Füchse Berlin varði 16 skot, 36%, á sama tíma og kollegar hans hinum megin á vellinum náðu sér lítt á strik.

Tvö lið efst og jöfn

Með sigrinum færðist Füchse Berlin upp að hlið Hannover-Burgdorf sem var í efsta sæti þýsku 1. deildarinnar fyrir leikinn. Hvort lið hefur 37 stig eftir 23 umferðir. Magdeburg er í sjötta sæti átta stigum á eftir en á að vísu þrjá leiki til góða á efstu liðin.

Claar skoraði 10 mörk

Felix Claar var markahæstur hjá Magdeburg með 10 mörk. Matthias Musche var næstur með sjö mörk.

Tim Freihöfer lét til sín taka í sóknarleik Berlínarliðsins og skoraði átta mörk. Mijajlo Marsenic var næstur með fimm mörk. Daninn Mathias Gidsel skoraði þrjú mörk en gaf sjö stoðsendingar.

Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -