Þýsku meistararnir SC Magdeburg eru í góðri stöðu eftir öruggan sigur á Dinamo Búkarest í fyrri viðureign liðanna í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik, 30:26, í Polyvalent Hall í Búkarest í dag. Síðari viðureignin fer fram í Magdeburg eftir viku. Samalagður sigurvegari leikjanna tveggja tekur sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og mætir ungversku meisturunum One Veszprém.
Allir Íslendingarnir tóku þátt
Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson léku með Magdeburg og að vanda var Haukur Þrastarson í liði Dinamo.
Ómar Ingi var markahæstur hjá Magdeburg með sex mörk þetta var fyrsti leikur hans í Meistaradeild Evrópu síðan í nóvember. Gísli Þorgeir skoraði þrjú mörk og gaf eina stoðsendingu.

Haukur skoraði eitt mark og gaf eina stoðsendingu

Leikmenn SC Magdeburg gerðu út um leikinn á fyrstu 20 mínútunum í Búkarest í kvöld. Eftir rúmar 17 mínútur var Magdeburg búið að ná átta marka forskoti, 13:5. Í hálfleik var fimm marka munur, 16:11. Leikmenn Dinamo tókst að minnka aðeins muninn á síðustu mínútum leiksins en ógnuðu aldrei sigri Magdeburg.
Síðari í kvöld mætast Industria Kielce og Füchse Berlin í útsláttarkeppninni.
Annað kvöld verða tveir leikir. Pick Szeged fær PSG í heimsón og Nantes sækir Wisla Plock heim til Póllands.