Þórey Anna Ásgeirsdóttir handknattleikskona úr Val kemur inn í landsliðið í handknattleik á nýjan leik eftir ríflega árs fjarveru þegar landsliðið hefur undirbúning fyrir umspilsleikina við Ísrael um sæti á HM í handknattleik í byrjun næsta mánaðar. Þórey Anna gaf ekki kost á sér í landsliðið í haust og í vetur eftir að hafa m.a. verið óánægð með hlutverk sitt innan landsliðsins.
Arnar Pétursson landsliðsþjálfari hefur valið 20 konur til undirbúnings fyrir leikina við Ísrael sem fara báðir fram hér á landi 9. og 10. apríl. Samanlagður sigurvegari tryggir sér farseðilinn á heimsmeistaramótið sem haldið verður í Hollandi og Þýskalandi í lok nóvember og í fyrri hluta desember.
Þeir leikmenn sem leika með íslenskum félagsliðum hefja undirbúning föstudaginn 4. apríl. Þær sem leika utanlands bætast jafnt og þétt í hópinn allt fram til mánudagsins 7. apríl en einhverjar eiga leiki með félagsliðum sínum sunnudaginn 6. apríl.
Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Aarhus Håndbold (68/3).
Hafdís Renötudóttir, Valur (67/4).
Aðrir leikmenn:
Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, Fram (4/0).
Andrea Jacobsen, HSG Blomberg-Lippe (61/109).
Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (33/6).
Dana Björg Guðmundsdóttir, Volda (7/11).
Díana Dögg Magnúsdóttir, HSG Blomberg-Lippe (61/80).
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (21/67).
Eín Rósa Magnúsdóttir, Valur (28/55).
Elísa Elíasdóttir, Valur (21/18).
Katrín Anna Ásmundsdóttir, Grótta (8/13).
Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (24/10).
Inga Dís Jóhannsdóttir, Haukar (0/0).
Lilja Ágústsdóttir, Valur (25/18).
Perla Ruth Albertsdóttir, Selfoss (57/138).
Rut Arnfjörð Jónsdóttir, Haukar (122/245).
Sandra Erlingsdóttir, Tus Metzingen (33/145).
Steinunn Björnsdóttir, Fram (56/86).
Thea Imani Sturludóttir, Valur (87/187).
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur (45/50).