- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Tefla ekki á tvær hættur með Gidsel

Vafi leikir á um hvort Mathias Gidsel geti leikið með Dönum í undanúrslitum á ÓL á morgun. Mynd/EPA
- Auglýsing -

„Við teflum ekki á tvær hættur þegar menn fá höfuðhögg en við eigum fyrir höndum leik í undanúrslitum á Ólympíuleikum. Af þeim sökum höldum við í vonina um að hann geti verið með,“ segir Nikolaj Jacobsen, landsliðsþjálfari Dana í handknattleik karla um örvhentu skyttuna Mathias Gidsel sem fékk höfuðhögg í leik Dana og Norðmanna í gær í átta liða úrslitum handknattleikskeppni Ólympíuleikanna.


Vafi leikur á hvort Gidsel geti verið með í leiknum af þessum sökum. Jacobsen segir að ekki verði tekin áhætta með Gidsel sem er undir stöðugu eftirliti læknateymis danska landsliðsins í Tókýó. „Það kemur mót eftir þetta,“ segir Jacobsen í samtali við DR.


Gidsel sló í gegn með danska landsliðinu á HM í Egyptaland og hefur haldið uppteknum hætti á Ólympíuleikunum og verið einn besti leikmaður liðsins. Um leið er hann eina örvhenta skyttan í landsliðinu.


Danir, sem eiga ólympíutitil að verja, mæta Spánverjum í undanúrslitum handknattleikskeppni Ólympíuleikanna á morgun. Flautað verður til leiks klukkan 12.00 að íslenskum tíma.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -