- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grótta og Selfoss náðu í fyrstu vinningana

Antoine Óskar Pantano leikmaður Gróttu. Ljósmynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -


Grótta og Selfoss tóku forystu í rimmum við Hörð og Víking í undanúrslitum umspils Olísdeildar karla í handknattleik. Selfoss þurfti heldur betur að hafa fyrir sigri á Víkingi í Sethöllinni á Selfoss. Úrslit réðust ekki fyrr en í framlengingu í leik sem Víkingur var lengst af með undirtökin, m.a. 15:10 yfir í hálfleik.

Næstu leikir í undanúrslita fara fram á þriðjudagskvöld í Safamýri og á Torfnesi.

Umspil Olís karla 2025: leikjadagskrá og úrslit

Grótta hafði betur heima

Grótta lagði Hörð, 32:28, í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi eftir að hafa verið marki yfir í hálfleik. Harðarmenn lögðu allt í sölurnar og tókst að velja leikmönnum Gróttu undir uggum lengst af. Grótta var marki yfir í hálfleik, 13:12, eftir að hafa verið undir framan af hálfleiknum. Leikmenn Gróttu voru með nokkur tök á viðureigninni í síðari hálfleik.

Víkingar sterkari lengst af

Víkingar virtust ætla að fara með sigur úr býtum í Sethöllinni. Þeir réðu lögum og lofum í fyrri hálfleik og fram eftir öllum síðari hálfleik. Selfossliðið herti róðurinn á lokamínútunum eftir að hafa verið þremur mörkum undir, 27:24, fimm mínútum fyrir leiklok.

Heimamenn jöfnuðu metin, 27:27, hálfri annarri mínútu fyrir leikslok. Sigurður Páll Matthíasson kom Víkingi yfir, 28:27, þegar 45 sekúndur voru eftir. Jónas Karl Gunnlaugsson jafnaði fyrir Selfoss nokkrum sekúndum áður en leiktíminn var úti.
Í jafnri framlengingu voru Selfyssingar sterkari síðustu tvær mínúturnar og unnu við mikinn fögnuð, eins og nærri má geta.


Grótta – Hörður 32:28 (13:12).
Mörk Gróttu: Bessi Teitsson 7, Gísli Örn Alfreðsson 6, Hafsteinn Óli Ramos Rocha 4, Antoine Óskar Pantano 3, Ágúst Ingi Óskarsson 3, Hannes Grimm 3, Jón Ómar Gíslason 2, Sæþór Atlason 2, Alex Kári Þórhallsson 1, Elvar Otri Hjálmarsson 1.
Varin skot: Magnús Gunnar Karlsson 9.
Mörk Harðar: Ólafur Brim Stefánsson 11, Jhonatan C. Santos 5, Jose Esteves Neto 4, Endijs Kusners 3, Kenya Kasahara 3, Kei Anegayama 1, Oliver Rabek 1.
Varin skot: Jonas Maier 9.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Selfoss – Víkingur 33:31 (28:28), (10:15).

Mörk Selfoss: Tryggvi Sigurberg Traustason 9, Hannes Höskuldsson 5, Sölvi Svavarsson 5, Árni Ísleifsson 3, Jónas Karl Gunnlaugsson 3, Guðjón Baldur Ómarsson 2, Valdimar Örn Ingvarsson 2, Alexander Hrafnkelsson 1, Anton Breki Hjaltason 1, Elvar Elí Hallgrímsson 1, Jason Dagur Þórisson 1.
Varin skot: Alexander Hrafnkelsson 10, Jón Þórarinn Þorsteinsson 2.
Mörk Víkings: Sigurður Páll Matthíasson 11, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 7, Stefán Scheving Guðmundsson 6, Halldór Ingi Jónasson 3, Halldór Ingi Óskarsson 2, Kristján Helgi Tómasson 2.
Varin skot: Stefán Huldar Stefánsson 9.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -