- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eftirvænting ríkjandi fyrir langþráðu verkefni

Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari, fer yfir málin með nokkrum leikmönnum U17 ára landsliðsins á æfingu í vikunni. Mynd/Dagur
- Auglýsing -

„Leikreynslan er ekki mikil en efniviðurinn er þeim mun meiri og mjög spennandi að fara inn í þessa keppni,“ segir Ágúst Þór Jóhannsson, annar þjálfari U17 ára landsliðs kvenna sem hélt af landi brott í morgun. Förinni er heitið til Klaipéda í Litáen þar sem keppni hefst í B-deild Evrópumótsins á morgun.

U17 ára landsliðið við brottför frá Miðnesheiði í morgunsárið. Mynd/HSÍ


„Þar sem um er að ræða 17 ára landslið þá er um að ræða fyrstu landsleiki hjá flestum stelpunum. Sumar þeirra voru með í leikjum við Færeyjar fyrir tveimur árum en annars hefur það ekki leikið saman. Covið setti strik í reikninginn á síðasta sumri þegar við áttum að fara á móti. Fyrir vikið þá rennum við blint í sjóinn,“ segir Ágúst Þór og bendi á að flest önnur lið sem taka þátt í mótinu hafa leikið æfingaleiki upp á síðkastið. Þar má m.a. nefna lið Letta sem verður fyrsti andstæðingur íslenska liðsins í mótinu á morgun. Lettar léku á dögunum við granna sína frá Eistlandi.

Markverðir:
Elsa Helga Sigurðardóttir, HK.
Ingunn María Brynjarsdóttir, Fram.
Aðrir leikmenn:
Amelía Einarsdóttir, ÍBV.
Brynja Katrín Benediktsdóttir, HK.
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukum.
Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir, Selfoss.
Elísa Elíasdóttir, ÍBV.
Embla Steindórsdóttir, HK.
Inga Dís Jóhannsdóttir, HK.
Katrín Anna Ásmundsdóttir, Gróttu.
Lilja Ágústsdóttir, Val.
Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Haukum.
Sara Dröfn Ríkharðsdóttir, ÍBV.
Thelma Melsteð Björgvinsdóttir, Haukum.
Tinna Sigurrós Traustadóttir, Selfoss.
Þóra Björg Stefánsdóttir, ÍBV.
Mynd/Dagur

Ágúst Þór segir undirbúningur á síðustu dögum hafi gengið vel en því miður hafi það sett strik í reikninginn í upphafi lokaspretts undirbúningsins í júlí að helmingur liðsins hafi þurft að fara í sóttkví.

Góður stígandi

„Loksins á síðasta sunnudag þá var allur hópurinn saman á æfingu og hefur verið síðan. Æfingar hafa gengið vel. Stígandinn hefur verið góður á æfingunum. Þar af leiðandi er eftirvænting ríkjandi hjá okkur fyrir þessu verkefni þótt undirbúningurinn hafi ekki alveg verið eins ákjósanlegur og æskilegt hafi verið með átta til tíu leikmenn á mörgum æfingum. Við höfum nýtt tímann vel og stelpurnar hafa staðið sig frábærlega,“ segir Ágúst Þór Jóhannsson eldsprækur að vanda.

Leikjadagskrá:
7. ágúst: Ísland - Lettland - kl. 12.
8. ágúst: Ísland - Tyrkland - kl. 10.
9. ágúst: Sitja hjá.
10. ágúst: Frídagur.
11. ágúst: Ísland - Hvíta-Rússland - kl. 12.
12. ágúst: Ísland - Pólland - kl. 12. 
14. og 15. ágúst verður leikið krossspil á milli riðla og um einstök sæti.

Beinar útsendingar verða endurgjaldslaust á ehftv.com. 
Handbolti.is ætlar að fylgjast grannt með mótinu og vera með daglegar fregnir af framvindunni hjá íslenska landsliðinu.
Árni Stefán Guðjónsson leggur á ráðin með leikmönnum á æfngu. Mynd/Dagur


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -