Ýmir Örn Gíslason og liðsfélagar í Göppingen settu strik í toppbaráttuna í Þýskalandi í dag þegar þeir óvænt lögðu Hannover-Burgdorf, 36:30, í Hannover. Þar með tókst Hannover-Burgdorf ekki að endurheimta efsta sæti 1. deildar en liðið var efst fyrir umferðina en er nú stigi á eftir Füchse Berlin og MT Melsungen þegar níu umferðir eru eftir.
Ýmir Örn skoraði eitt mark fyrir Göppingen og var einu sinni vikið af leikvelli. Göppingen er í 14. sæti af 18 liðum deildarinnar.
Heiðmar Felixson er sem fyrr aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf.
Marius Steinhauser skoraði 16 mörk fyrir Hannover-Burgdorf. Marcel Schiller skoraði sjö sinnum fyrir Göppingen og var atkvæðamestur leikmanna liðsins.
Andri Már lét til sín taka
Andri Már Rúnarsson skoraði sjö mörk og gaf tvær stoðsendingar í naumu tapði Leipzig á heimavelli fyrir meisturum SC Magdeburg, 31:30. Luca Witzke var markahæstur hjá Leipzig með 10 mörk.
Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði fjögur mörk og gaf þrjár stoðsendingar fyrir SC Magdeburg. Ómar Ingi Magnússon skoraði eitt mark. Matthias Musche var markahæstur með 12 mörk, 10 úr vítaköstum.
Magdeburg er í sjötta sæti með 31 stig, níu stigum á eftir efstu liðunum tveimur, Füchse Berlin og MT Melsungen. Magdeburg á inni fjóra frestaða leiki.
Flensburg og Eisenach skildu jöfn, 39:39, í Flensburg í dag.
Staðan í þýsku 1. deildinni: