- Auglýsing -
Birta Rún Grétarsdóttir og liðsfélagar í Fjellhammer tryggðu sér í dag sæti í norsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Fjellhammer vann Volda, 33:27, í úrslitaleik um efsta sætið í næst efstu deild norska handknattleiksins í dag. Fjellhammer og Volda voru jöfn að stigum fyrir viðureignina sem fram fór í Volda.
Dana Björg Guðmundsdóttir skoraði eitt mark fyrir Volda-liðið í leiknum við Fjellhammer. Volda tekur þátt í umspili ásamt Aker sem hafnaði í þriðja sæti.
Birta Rún var í leikmannahópi Fjellhammer í dag en hún var utan liðsins í nokkrum leikjum á undan vegna höfuðmeiðsla.
- Auglýsing -