- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

AEK vann í vítakeppni fyrir luktum dyrum og mætir þeim sem lögðu Hauka

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


AEK Aþena vann RK Partizan í vítakeppni í gær og komst þar með í undanúrslit Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla. Leikurinn var færður til Shumen í Búlgaríu eftir að leikmenn AEK neituðu að leika á heimavelli RK Partizan í Belgrad í kjölfar þess að reyksprengjur sprungu skömmu áður en hefja átti leik í Belgrad fyrir rúmri viku.

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, ákvað í framhaldinu að leikið yrði í Búlgaríu og fyrir luktum dyrum.


AEK vann heimaleik sinn, 27:22. Þegar 60 mínútur voru liðnar af viðureigninni í Shumen í gær var RK Partizan fimm mörkum yfir, 24:19. Þar með var efnt til vítakeppni. Í áttundu umferð varði Dan Tepper markvörður AEK vítakast sem varð til þess að AEK vann vítakeppnina, 8:7.

Valsarinn skoraði tvö mörk

Miodrag Corsovic, sem lék með Val fyrir áramót, skoraði tvö af mörkum RK Partizan í gær.

AEK mætir Bosníumeisturum HC Izvidac í undanúrslitum. HC Izvidac lagði Hauka í átta liða úrslitum.

Í hinni viðureign undanúrslita eigast við HC Alkaloid frá Norður Makedónu og norska liðið Runar Sandefjord.

Fyrri leikir undanúrslita fara fram 19. eða 20. apríl í Aþenu og í Skopje. Viku síðar eigast liðin við öðru sinni í Ljubuski og í Sandefjord.

Valur vann Evrópubikarkeppnina fyrir ári.

Sjá einnig:

Myndskeið: Reyksprengjur í Belgrad – leikmenn AEK yfirgáfu leikstaðinn

EHF skipar AEK og RK Partizan að mætast – leikið á hlutlausum velli

Leikið fyrir luktum dyrum í Búlgaríu á mánudaginn

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -