- Auglýsing -
Bjarki Már Elísson landsliðsmaður í handknattleik er í úrvalsliði 22. umferðar ungversku 1. deildarinnar í handknattleik. Er þetta í fyrsta sinn á leiktíðinni sem Bjarki Már hreppir hnossið.
Bjarki Már skoraði 10 mörk og var markahæstur hjá One Veszprém í 20 marka sigri á Gyöngyös, 45:25, í 22. umferð ungversku 1. deildarinnar á föstudagskvöld.
Bjarki Már hefur leikið afar vel með ungverska meistaraliðinu One Veszprém síðustu vikur eftir að hann jafnaði sig af meiðslum sem slógu hann út af laginu á heimsmeistaramótinu í janúar.
One Vespzrém hefur afgerandi forystu í deildinni heimafyrir og er auk þess komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar.
Lið 22. umferð ungversku 1. deildarinnar:

- Auglýsing -