Fyrri viðureign íslenska landsliðsins og þess ísraelska í umspili heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik fer fram í kvöld. Síðari viðureignin verður háð annað kvöld. Samanlagður sigurvegari leikjanna öðlast keppnisrétt á heimsmeistaramótinu sem haldið verður í Holland og Þýskalandi 26. nóvember til 14. desember.
Hálft þriðja ár er liðið síðan kvennalandslið Íslands og Ísraels mættust síðast og þá í forkeppni HM 2023. Forkeppnin er þrepið fyrir neðan umspilið sem framundan er.
Íslenska landsliðið vann báðar viðureignir við Ísrael sem fram fóru á Ásvöllum 5. og 6. nóvember 2022. Fyrri leiknum lauk með átta marka sigri Íslands, 34:26, og þeirri síðari með níu marka mun, 33:24. Vorið 2023 lék íslenska landsliðið við ungverska landsliðið í umspili HM og tapaði. Ísland fékk boð um þátttöku á HM vegna góðs árangur í leikjunum við Ungverjaland þrátt fyrir tap.

Tölfræði fyrri leiksins við Ísrael 5. nóvember 2022:
Mörk Íslands: Andrea Jacobsen 7, Sandra Erlingsdóttir 6/2, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 3, Steinunn Björnsdóttir 3, Thea Imani Sturludóttir 3, Perla Ruth Albertsdóttir 2, Rakel Sara Elvarsdóttir 2, Þórey Rósa Stefánsdóttir 2, Díana Dögg Magnúsdóttir 1, Lilja Ágústsdóttir 1, Sunna Jónsdóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 11/1, 33,3% – Sara Sif Helgadóttir 3, 50%.
Tölfræði síðari leiksins við Ísrael 6. nóvember 2022:
Mörk Íslands: Sandra Erlingsdóttir 11/3, Þórey Rósa Stefánsdóttir 7, Thea Imani Sturludóttir 5, Andrea Jacobsen 4, Perla Ruth Albertsdóttir 3, Díana Dögg Magnúsdóttir 1, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 1, Sunna Jónsdóttir 1, Steinunn Björnsdóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 4, 30,8% – Sara Sif Helgadóttir 2, 11,1%.
Dregið var í umspilsleiki HM í Vínarborg 15. desember. Aðrar viðureignir:
Ítalía – Rúmenía.
Slóvenía – Serbía.
Sviss – Slóvakía.
Færeyjar – Litáen.
Portúgal – Svartfjallaland.
Pólland – Norður Makedónía.
Tékkland – Úkraína.
Króatía – Spánn.
Austurríki – Tyrkland.
Svíþjóð – Kósovó.
Leikirnir fara fram í dag, á morgun, á laugardag og sunnudag. Samanlagður sigurvegari hverrar rimmu öðlast keppnisrétt á HM 2025.