- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fram náði fram hefndum í Kaplakrika

Jón Bjarni Ólafsson að skorað annað af tveimur mörkum sínum gegn Fram í kvöld. Dagur Fannar Möller fylgist með. Ljósmynd/J.L.Long
- Auglýsing -


Eftir tvo tapleiki í Olísdeidinni í vetur þá náðu leikmenn Fram hefndum í kvöld þegar þeir unnu Íslands- og deildarmeistara FH 27:24, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppninnar í Kaplakrika. Næst mætast liðin á heimavelli Fram á mánudaginn en annað kvöld hefst undanúrslitarimma Vals og Aftureldingar að Hlíðarenda.


Fram var með þriggja marka forskot, 15:12, í Kaplakrika í kvöld í hörkuleik. Fast var tekist á og nokkur hiti í mönnum sem varð m.a. til þess að Jakob Martin Ásgeirsson leikmaður FH fékk rautt spjald í fyrri hálfleik og Framarinn Reynir Þór Stefánsson síðla leiks.

Reynir Þór Stefánsson var markahæstur Framara með níu mörk. Hér sækir hann að Ágústi Birgissyni og Birgir Má Birgissyni. Reynir Þór meiddist síðla leiksins og fékk auk þess rautt spjald. Ljósmynd/J.L.Long

FH jafnaði metin, 20:20, þegar 13 mínútur voru liðnar af leiktíma fyrri hálfleiks. Skömmu áður hafði Fram verið fimm mörkum yfir, 18:13.

Fram komst yfir á ný og hélt yfirhöndinni til leiksloka.


Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 6, Garðar Ingi Sindrason 5, Birgir Már Birgisson 4, Leonharð Þorgeir Harðarson 3, Símon Michael Guðjónsson 2/2, Jón Bjarni Ólafsson 2, Ágúst Birgissonn 1, Jóhannes Berg Andrason 1.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 6, 25% – Birkir Fannar Bragason 4/1m 30,8%.
Mörk Fram: Reynir Þór Stefánsson 9, Ívar Logi Styrmisson 6/4, Dagur Fannar Möller 5, Marel Baldvinsson 4, Eiður Rafn Valsson 1, Theodór Sigurðsson 1, Lúðvík Arnkelsson 1.
Varin skot: Arnór Máni Daðason 6/1, 27,3% – Breki Hrafn Árnason 4/1, 33,3%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -