Eftir tvo tapleiki í Olísdeidinni í vetur þá náðu leikmenn Fram hefndum í kvöld þegar þeir unnu Íslands- og deildarmeistara FH 27:24, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppninnar í Kaplakrika. Næst mætast liðin á heimavelli Fram á mánudaginn en annað kvöld hefst undanúrslitarimma Vals og Aftureldingar að Hlíðarenda.
Fram var með þriggja marka forskot, 15:12, í Kaplakrika í kvöld í hörkuleik. Fast var tekist á og nokkur hiti í mönnum sem varð m.a. til þess að Jakob Martin Ásgeirsson leikmaður FH fékk rautt spjald í fyrri hálfleik og Framarinn Reynir Þór Stefánsson síðla leiks.

FH jafnaði metin, 20:20, þegar 13 mínútur voru liðnar af leiktíma fyrri hálfleiks. Skömmu áður hafði Fram verið fimm mörkum yfir, 18:13.
Fram komst yfir á ný og hélt yfirhöndinni til leiksloka.
Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 6, Garðar Ingi Sindrason 5, Birgir Már Birgisson 4, Leonharð Þorgeir Harðarson 3, Símon Michael Guðjónsson 2/2, Jón Bjarni Ólafsson 2, Ágúst Birgissonn 1, Jóhannes Berg Andrason 1.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 6, 25% – Birkir Fannar Bragason 4/1m 30,8%.
Mörk Fram: Reynir Þór Stefánsson 9, Ívar Logi Styrmisson 6/4, Dagur Fannar Möller 5, Marel Baldvinsson 4, Eiður Rafn Valsson 1, Theodór Sigurðsson 1, Lúðvík Arnkelsson 1.
Varin skot: Arnór Máni Daðason 6/1, 27,3% – Breki Hrafn Árnason 4/1, 33,3%.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.