- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Viggó héldu engin bönd

Viggó Kristjánsson landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður HC Erlangen. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Viggó Kristjánssyni héldu engin bönd í dag þegar HC Erlangen vann eitt stig í heimsókn til Eisenach í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Seltirningurinn skoraði 14 mörk í jafntefli, 26:26.

Viggó skoraði sex mörk úr vítaköstum og var með 74% skotnýtingu. Hann lét ekki þar við sitja heldur átti einnig sex stoðsendingar. Voru leikmenn Eisenach algjörlega ráðþrota þegar Viggó gerði sig líklegan til að ógna þeim.


Stigið var HC Erlangen mikilvægt. Liðið er ennþá í næst síðasta sæti með 10 stig en stendur jafnfætis Bietigheim í 16. sæti. Tvö neðstu liðin falla í vor en enn á Erlangen eftir átta leiki.

Feðgarnir bitu í súra eplið

Feðgarnir Andri Már Rúnarsson og Rúnar Sigtryggsson máttu bíta í það súra epli að tapa með Leipzig á heimavelli fyrir Flensburg í dag, 33:31. Andri Már skoraði fimm mörk og stóð fyrir sínu að vanda. Franz Semper og Staffan Peter voru markahæstir hjá Leipzig með sex mörk hvor. Emil Jakobsen var atkvæðamestur hjá Flensburg með átta mörk.

Leipzig er með 17 stig í 14. sæti af 18 liðum deildarinnar. Staðan í deildinni er neðst í þessari grein.

Viktor tapaði í Potsdam

Viktor Petersen Norberg skoraði fjögur mörk og gaf tvær stoðsendingar í óvæntu tapi HSG Wetzlar í heimsókn til Potsdam, 32:28. Þetta var aðeins annar sigur Potsdam á leiktíðinni en liðið rekur lestina.

Í gærkvöld vann SC Magdeburg lið Stuttgart, 31:20, og situr í sjötta sæti með 35 stig, sjö stigum á eftir Füchse Berlin sem vann THW Kiel, 34:32. Magdeburg á þrjá leiki inni á Berlínarliðið.

Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði tvö mörk og gaf eina stoðsendingu í liði Magdeburg. Ómar Ingi Magnússon hafði hægt um sig, skoraði eitt mark og gaf tvær stoðsendingar.

Staðan í þýsku 1. deildinni:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -