- Auglýsing -
Stórleikur Viggós Kristjánssonar í Eisenach á fimmtudaginn fleytti honum að sjálfsögðu beint í úrvalslið 26. umferðar þýsku 1. deildarinnar sem tilkynnt var í morgun.
Viggó skoraði 14 mörk í 19 skotum, átti sex stoðsendingar, í jafntefli HC Erlangen gegn Eisenach, 26:26, á fimmtudagskvöldið.
Aldrei skorað fleiri mörk
Viggó hefur aldrei skorað fleiri mörk í leik í þýsku 1. deildinni og að þessu sinni. Um leið er þetta í fyrsta sinn á leiktíðinni sem Viggó er í liði umferðarinnar en hann hefur verið fastagestur í liðinu af og til undanfarin ár.
- Auglýsing -