- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ómar og Gísli létu til sín taka í Wetzlar

Ómar Ingi Magnússon leikmaður SC Magdeburg. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson létu til sín taka í dag þegar SC Magdeburg sótti HSG Wetzlar heim og vann örugglega, 32:29, í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Ekki gekk eins vel hjá Ými Erni Gíslasyni og liðsfélögum í Frish Auf! Göpppingen. Þeir töpuðu með minnsta mun, 31:30, í heimsókn til Hamborgar. Sigurmarkið var skorað í blálok leiksins.


Ómar Ingi skoraði 10 mörk, þar af sex úr vítaköstum í sigri Wetzlar. Hann gaf einnig fimm stoðsendingar og var hæstur í báðum þáttum leiksins. Gísli Þorgeir skoraði sex mörk og gaf tvær stoðsendingar.

Viktor Petersen Norberg skoraði tvisvar fyrir HSG Wetzlar og gaf fjórar stoðsendingar.

SC Magdeburg er í fjórða sæti deildarinnar með 39 stig, er fimm stigum á eftir Füchse Berlin og Melsungen en á tvo leiki til góða.
Wetzlar er í 12. sæti með 18 stig.

Naumt tap í Hamborg

Moritz Sauter skoraði sigurmark HSV Hamburg á síðustu sekúndu gegn Göppingen, 31:30, í Sporthalle Hamburg. Var það eitt níu marka Sauter í leiknum.

Ýmir Örn skoraði tvö mörk fyrir Göppingen en annars voru Elias Newel, Andreas Flodman og Josip Sarac markahæstir með fimm mörk hver. Göppingen er í 14. sæti með 17 stig.


Staðan í þýsku 1. deildinni:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -