- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Evrópubikarinn fer þetta árið annað hvort til Aþenu eða Skopje

Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Gríska liðið AEK Aþena og HC Alkaloid frá Skopje í Norður Makedóníu leika til úrslita í Evrópubikarkeppni karla í handknattleik, sömu keppni og Valur vann síðasta vor. AEK-liðar unnu Bosníumeistara HC Izvidac samanlagt 61:56 í tveimur leikjum í undanúrslitum. HC Izvidac lagði Hauka í átta liða úrslitum keppninnar.


HC Izvidac vann síðari leikinn sem fram fór í Ljubuski í Bosníu, 28:24 en það dugði skammt eftir átta marka tap í Aþenu.

Vítakeppni í Sandefjord

HC Alkaloid, sem gamli handknattleiksrefurinn Kiril Lazarov þjálfar, lenti í kröppum dans gegn Runar Sandefjord. Liðin unnu sinn leikinn hvort og voru þar með jöfn, 71:71, eftir síðari leikinn í Sandefjord í gær, 71:71. Þar með var gripið til vítakeppni en framlengingar tíðkast ekki í keppninni. HC Alkaloid vann eftir sjö umferðir í vítakeppni og er fyrsta liðið frá Norður Makedóníu í 24 ár til að leika til úrslita í Evrópubikarkeppninni. Reyndar nefndist keppnin Áskorendakeppni Evrópu fyrir um aldarfjórðungi.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -