- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fleiri þurfa að eiga toppleik til að við vinnum Aftureldingu

- Auglýsing -


„Það voru góðir kaflar í þessu hjá okkur og einnig slæmir, ekki síst í lok fyrri hálfleiks þegar við fórum úr 13:10 forskoti og lentum undir, 13:16. Þá misstum við eiginlega allt. Í fyrri leikjunum fannst mér við vera öruggari með nokkur atriði í sókninni. Síðan voru tvö þrjú kerfi í vörninni sem við leystum illa,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals í viðtali við handbolta.is eftir tap fyrir Aftureldingu að Varmá í kvöld, 29:26, í fjórða undanúrslitaleik liðanna í úrslitakeppni Olísdeildar karla.

Var viss um sigur

„Undir lok leiksins fannst mér við vera orðnir þéttir og flottir og náðum að setja Aftureldingarmenn undir pressu. Ég var viss um að við myndum vinna en svo varð ekki. Ég er reyndar alltaf viss um sigur,“ sagði Óskar Bjarni léttur í bragði þrátt fyrir tapið.

„Þó hlutirnir hafi ekki alltaf gengið þá erum við sigurvegarar og komum alltaf til baka. Aftureldingarliðið er bara gott og leikur sitt mjög vel, bæði í vörn og sókn. Þeir eru erfiðir við að eiga,“ sagði Óskar Bjarni og bætti við.

Fórum illa með dauðafæri

„Við fórum líka illa með alltof mörg dauðafæri, að minnsta kosti tólf og níu tæknifeila. Það verða bara fleiri að eiga toppleik til þess að vinna Aftureldingu.“

Dæmist á mig og Gunnar

Framundan er oddaleikur í N1-höll Valsara á Hlíðarenda á föstudaginn klukkan 20.15. Óskar segir það dæmast á sig og Gunnar þjálfara Aftureldingar að mætast í fyrsta oddaleiknum í úrslitakeppni Olísdeildar karla þetta tímabilið.

„Úr því að Framarar og FH-ingar nenntu ekki að fara oddaleik þá tökum við Gunnar þetta á okkur. Ég vonast til að það verði fleiri Valsarar en Mosfellingar í N1-höllinni á föstudaginn. Mosfellingar eru þekktir fyrir að styðja vel við bakið á sínu liði. Það voru fótboltaleikir hjá báðum félögum í kvöld sem hafði örugglega áhrif á aðsóknina. Ég vonast eftir fullri N1-höll og góðum gæðum í leiknum á föstudaginn,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals í samtali við handbolta.is í kvöld.

Lengra viðtal við Óskar Bjarna er finna í myndskeiði hér fyrir ofan.

Oddaleikur á Hlíðarenda á föstudagskvöld

Olís karla: Leikjadagskrá, úrslitakeppni

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -