- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ólafur reiknar með að láta gott heita

Ólafur Gústafsson handknattleiksmaður FH reiknar með að leggja skóna á hilluna. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


„Ég held að ég sé hættur, það er staðan á mér,“ sagði Ólafur Gústafsson leikmaður FH í viðtali við Ingvar Örn Ákason í sjónvarpi Símans og Handboltapassanum strax eftir að FH féll úr leik í undanúrslitum fyrir Fram á sunnudagskvöld í tvíframlengdum háspennuleik í Lambhagahöllinni, 34:33.

Ólafur gekk til liðs við uppeldisfélag sitt, FH, síðasta sumar eftir fjögurra ára veru hjá KA.


Ólafur er uppalinn hjá FH og lék með liði félagsins alla yngri flokka og upp í meistaraflokk. Ólafur varð Íslandsmeistari með FH 2011 en gekk til liðs við Flensburg í Þýskalandi í upphafi árs 2012.

Með Flensburg vann Ólafur m.a. Meistaradeild Evrópu fyrir 11 árum en kvaddi félagið þá um sumarið, 2014, og var leikmaður Aalborg Håndbold í tvö ár. Þar á eftir tók við ár hjá Stjörnunni en frá 2017 til 2020 var Ólafur leikmaður KIF Kolding í Danmörku.

Ólafur með gullverðlaunapeninginn sem hann vann með Flensburg þegar liðið bar sigur út býtum í Meistaradeild Evrópu 1. júní 2014. Ljósmynd/Ívar.

Ólafur á að baki 39 A-landsleiki og 48 mörk. Hann var síðast í landsliðinu á stórmóti á HM 2019.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -