Elmar Erlingsson og félagar í Nordhorn-Lingen gerðu jafntefli við Ferndorf á útivelli í þýsku 2. deildinni í handknattleik, 31:31, eftir að hafa verið yfir, 17:12, í hálfleik. Leikið var á heimavelli Ferndorf í Kreuztal, nokkru austan við Köln. Heimferðin eftir leikinn gekk ekki sem best vegna þess að rúta liðsins „strandaði“.
Fljótlega eftir að rúta Nordhorn-liðsins lagði af stað tók hún niðri, þegar ekið var niður lága bekku. Engan sakaði. Þegar útséð var að rútan kæmist ekki leiðar sinnar þar sem hún „var strand“, án aðstoðar stórvirkja tækja fóru leikmenn, þjálfarar og aðstoðarmenn með tveimur litlum rútum og einum leigubíl til Nordhorn. Um 230 km eru á milli Kreuztal og Nordhorn.
Elmar skoraði tvö mörk í leiknum og átti fjórar stoðsendingar.
Nordhorn er í 7. sæti 2. deildar en Ferndorf í 9. sæti en staðan í deildinni er hér fyrir neðan auglýsinguna.
Rútan var losuð af „strandstað“ eftir miðnætti og gat þá haldið áfram leiðar sinna án farþega til Nordhorn.
Á vef siegener-zeitung má sjá mynd af rútunni á „strandstað“ og eins myndskeið þegar henni var lyft af „strandstað“.
Staðan í 2. deild karla í Þýskalandi: